Er Ríkisstjórnin að byrja á vittlausum enda?

Nú þegar fyrstu aðgerðir stjórnvalda hafa litið dagsins ljós, getur maður ekki annað en staldrað við og skoðað hvert þessi Stjórnvöld stefna. Á sama tíma og fólk er að kikna undan greiðslubyrgði húsnæðislána, er verið að auka álögur á nauðsynjar svo sem eldsneyti, á sama tíma fer kaupmáttur minnkandi og atvinnuleysi eykst. Ekki bara það heldur auka þessar álögur verulega skuldir okkar með hækkun vísitölu. Þegar upp er staðið er alls ekki reiknað með að þessar aðgerðir skili ríkissjóði neinum umtalsverðum tekjum. Heimilin í landinu eru ennþá að brenna, ekkert er gert til að leiðrétta þeirra hlut þvert á móti er þeirra vegur gerður stöðugt meir á fótinn. 28.500 heimili eru sögð fara í þrot í ár og kannski hefur þessi tala hækkað við álögur Stjórnvald síðustu daga. Þetta eru miðað við vísitölufjölskylduna  100.000 mans. Eitt hundrað þúsund mans. Einn þriðji af þjóðinni GJALDÞROTA. Stjórnvöld hrista höfuðið og segja þetta svartsýni, þvílíkt bull tölurnar eru að tala sínu máli.Mér finnst Stjórnvöld vera að byrja á vitlausum enda í sínum aðgerðum. Í stað þess að auka álögur ætti fremur að minnka þær. Lengja umtalsvert í húsnæðislánum og koma markaðnum í gang á ný. Koma atvinnufyrirtækjunum í gang og minnka atvinnuleysi, auka bjartsýni í þjóðfélaginu. Þannig að fólk sjái tilgang í að búa hér en flytjist ekki í stórum stíl til útlanda eins og nú er að gerast.Fyrir þessu eru bara einföld lögmál. Stjórnvöld ættu  ekki að hækka skatta þegar enginn getur borgað hærri skatt. Til að hægt sé að innheimta hærri gjöld þarf að vera einhver til að borga þau.Hækkun skatta leiðir til sparnaðar og þess vegna skila hærri skattar oft litlu í ríkiskassann en eykur virkilega álögur fólks.Stoppið sem  hér ríkir er mesta meinið og stoppið verður enn meira með auknum álögum.  
mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Er ríkisstjórnin að byrja á vitlausum enda.

.......nei hún stökk inn í miðju "hringsins endalausa", er þar í tómri hringavitleysu og veit ekkert í hvaða átt á að stefna, enda áttavillt. 

Páll A. Þorgeirsson, 30.5.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kom við, er á kvöldgöngu.

Sigríður B Svavarsdóttir, 31.5.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Takk fyrir innlitið frænka ,,,,, já Páll kannski eru Stjórnvöld bara áttavillt

Gylfi Björgvinsson, 1.6.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband