Burt með úrellt kosningafyrirkomulag

Flestir geta verið sammála því að núverandi kosninga fyrirkomulag  sé úrellt. Í öllum stjórnmálaflokkum er einhver eða kannski einhverjir sem margir vilja kjósa, einhver sem hefur menntun, dug eða hvað annað sem fjöldinn telur að nýtist landsfeðrum. Enn til að kjósa þennan eina mann eða örfáu menn, þarf að kjósa fjölda annara sem kannski enga menntun eða dug  hafa. Í dag þarf nefninlega að kjósa  heilan flokk þó svo að það sé aðeins einn maður  af fjöldanum sem í framboði er sem er treystandi. Þetta er algerlega ófullnægjandi fyrirkomulag og getur bara leitt af sér lélega stjórnmálamenn, menn  sem komast á þing eingöngu í krafti fjöldans, hafa ekki sagt  eða gert neitt sem veðskuldar þingsæti. Þessu þarf að breyta. Við verðum að geta kosið hæfustu mennina til að stjórna þessu landi sem í boði eru. Menn sem hafa menntun hæfni og umfram allt heiðarleika  til að vinna þessa vinnu. Við verðum að breyta kosningalögunum og það mikið. Við þurfum að byrja á að breyta kjördæmaskipan,  setja allt landið í eitt kjördæmi þannig að allir landsmenn hafi sama kosningarétt burtséð frá búsetu. Við þurfum að taka upp persónukosningu. allavega fyrir  ráðherrana hellst fyrir alla þá 63 þingmenn sem kosnir  eru á þing. Aðeins með því móti geta  ráðherrar í ríkisstjórn unnið í umboði þjóðar sinnar. Aðeins með því móti komum við í veg fyrir að flokkarnir séu að velja ráðherra eftir geðþótta eða einhverjum öðrum misvitrum leiðum.Núna er tíminn til að breyta þessu. Mikilvægt er að næsta ríkisstjórn hafi dug og hæfni til að gera það sem þarf, hafi traust þjóðar sinnar, menntun  við hæfi og dug til góðra verka

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Já þetta er sko rétt hjá þér frændi, en fyrst og fremst þarf að taka allt lagakerfið eins og það leggur sig og búa til grunn sem allir skilja, og er aðgengilegur á allan hátt. það er búið að setja plástur ofan á plástur lykkjur ofan á lykkjur á undanförnum árum í lagakerfinu  bara til að flækja kerfið og gera það dýrara.

Það þarf svo sannarlega að stokka kerfið upp á nýtt.

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.1.2009 kl. 17:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einstaklingskjör gerir meir kröfu til þess sem er kosinn og heldur vonlausum tækifærisinnum frá áhrifum.  Eitt sterkt framkvæmavald fyrir allt landið kallar á eitt kjördæmi.  Sömu lög eiga að gilda allastaðar hjá sömu þjóð. Sá/Sú sem framkvæmir þar alls ekki að vera sá/sú sem er best hæf til að veita aðhald það er lög og reglur til að virða þá framkvæmt er. Löginn eru grunnurinn, sem framkvæmdirnar hrærast í. Almennt tel ég að hafa jafnan kosningarétt merki í huga flestra að hafa jafnan rétt til að hafa áhrif á framkvæmdir. Efling sveitastjórna dreifir framkvæmdavaldinu og styrkir þann rétt í framkvæmd. Jafnvel gæti borgað sig að skipta landinu upp í 5 framkvæmdasvæði til að skerpa samanburð og efla samkeppni. Góð lög getur tekið sinn tíma að semja og góð almenn greind skiptir þar öllu mál. Hvort hinsvegar að þeim þurfi að vera að breyta í sífellu læt ég ósagt.

Júlíus Björnsson, 25.1.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Lifi Lýðveldisbyltingin!

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stjórnarskrá Íslands 1947 býður upp Þjóðveldi [þjóðvöld] sem greinist í Forsetavald [þjóratkvæði] og Löggjafarvald. [þjóðaratkvæði].

Frá Forsetaveldinu koma framkvæmdavöldin [velur ráðherra] [sameiginlegar þjóðarframkvæmdir] til skýrgreiningar og aðhalds hjá Löggjafarvaldinu.

Frá Löggjafarvaldinu kemur Dómsvald sem Forsetavald skipar.

Klíkuskapur frá 1947 hefur réttlætt þess einföldun á nýtingu stjórnarskrár út í yztu æsar.

Þögn Þjóðar, Forseta, lagasmiða:alþingismanna.

Hér hefur því alltaf ríkt ráðherra einræði í reynd en vald eins ráðherra er skilgreint með lögum utan stjórnarskrár, samkvæmt stjórnskipunarlögunum: Stjórnarskránni

Leitum ekki langt yfir skammt. Tækifærisinnar kunna ekki að lesa og hafa því ekki farið eftir stjórnarskránni að flestu leyti síðan 1947.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 02:52

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góðir punktar Júlíus. Ef mað'ur legst yfir stjórnarfar á Íslandi og les söguna hvernig þetta hefur verið sér maður að jafnvel erfitt er að kalla það lýðræði, þetta sem þú kallar ráðherra einræði er miklu betra orð

Gylfi Björgvinsson, 30.1.2009 kl. 09:50

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Siðblindan hjá þessu lið er svo mikil að það er ennþá verið að lítilsvirða stjórnarskránna og gera lítið úr þjóðveldinu. Réttlæting tilgangur helgar meðalið, útkoman verður góð?  Íslendingur er ekki dós í Sardínu, Hann varð lögráða 16 ára. Ég kann ekki við svona forræðishyggju og geræði og forréttindastéttir t.d. 700 með sérstakan dómsstól kjara til að leysa alþingi frá lögbundnu stjórnarskrár hlutverki sínu. Við eru öll jöfn fyrir lögum. Ég að mínar tekjur fylgji þá ákvörðum Kjaradóms.

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:16

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil þá líka að....

Júlíus Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband