Athyglisveðar tillögur VG

Það kom loksins að því að mér litist á eitthvað sem kemur frá VG. Gallinn við þessar tillögur er að þeir nefna ekkert hvar þakið á að vera og hversu hátt, við skulum ekki gleyma  því að það er búin að vera mikil verðbólga  í heillt ár og lánin okkar hafa hækkað allan þann tíma um einhverjar millur í mörgu tilvikum.

Allavega eru þessar tillögur mjög athyglisverðar

 


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlilegt að ekki sé tekið fram hvar þakið á að vera.  Þeir sem hafa verið að ræða þessa hugmynd hafa ekki sett hana fram þannig að Steingrímur getur ekki copy/pastað þá tölu.  Allt sem fram hefur komið frá VG er í samræmi við nýju fötin keisarans - = blekking.  Steingrímur talar um hrun þeirrar frjálshyggjustefnu sem fylgt hafi verið hér á landi  o.fl. Ja hérna -  Enn einn sem telur okkur Frónbúa hafa sett heimskreppuna af stað - þessu liði er ekki sjálfrátt -  Steingrímur er líka búinn að gleyma hafta og örbyrgðarstefnu Alþýðubandalagsins sem hann barðist svo hatrammlega fyrir - stefnunni sem leiddi yfir okkur 120-130% verðbólgu -  stefnunni sem varð þjóðinni svo dýr að það tók áratugi að vinna hana útúr þeim hörmungum.  S.Joð ætti að minnast aðdraganda Viðreisnarstjórnarinnar eftir hrun vinstri hörmunganna - hann ætti að minnast þeirra fjölda vinstriára sem kúguðu þjóðina í heljargreipum vinstrimennskunnar sem Steingrímur studdi svo mjög.  Epli og apelssínur voru munaðarvara sem fékkst á jólum - til þess að hrófla upp húskumbalda þurfti að ganga á milli bölvunnar og hörmunga í líki ríkiserindreka kommúnismans.

Nei gott fólk - ég hef ekki áhuga á nýju fötum VG -þau eru álíka skjólgóð og þau sem keisarinn taldi fólki trú um að hann væri í.

Gefum stjórninni frið til þess að vinna okkur út  úr því ástandi sem USA leiddi yfir okkur. Það verður farsælast - og setjum líka lög sem koma í veg fyrir að fjárglæframenn setji allt á annan endann aftur OG göngum að þeim milljarðatugum og jafnvel milljarða hundruðum sem þessir aðilar hafa enn undir höndum.

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hmmm ... Hvað ætli þau seú mörg þessi ,,vinstriár sem kúguðu þjóðina í heljargreipum vinstrimennskunnar," sem hann Ólafur I. Hrólfsson talar um? Þau eru nú ekki ýkja mörg held ég. Af síðustu 50 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið 41 ár í ríkisstjórn. Á sama tímabili hefur engin hrein vinstristjórn setið svo ég viti.

Og fyrst minnst er á svokölluð ,,viðreisnarár," 1959 til 1971, væri ágætt að hafa í huga hvernig sú viðreisn endaði. Og hverjir ætli hafi verið við stjórnvölinn þegar epli og appelssínur fengust ekki nema í hæsta lagi fyrir jólin? Það skyldi þó aldrei hafa verið Sjálfstæðisflokkurinn?

Vissulega var Alþýðubandalagið í ríkisstjón þegar verðbólgan reis sem hæst, en það voru líka Framsóknarflokkur og hluti Sjálfstæðisflokksins. Þegar verðbólgan náðist loks niður var Alþýðbandalagið í ríkisstjórn, en Sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Í dag, þegar efnhagskerfið er hrunið og verðbólgan er á hraðri uppleið, er Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og hefur verið síðasliðin bráðum 18 ár.

Ég held að væri hollt fyrir Ólaf I. Hrólfsson, og aðra af hans kalíberi, að rifa söguna upp í samhengi í stað þess að spangóla: kommúnistar, kommúnistar, eins og tunglsúkir hundar. 

Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2008 kl. 15:59

3 Smámynd: Landfari

Það sem vantar í þessar tillögur eins og allar aðrar tillögur í svipuðum dúr er hver á að borga?

Auðvitað eru allir til í að fá felldar niður skuldir. Enginn bendir á hver á að borga í staðin. Ekki víst að þeir séu jafn sammála.

Landfari, 7.12.2008 kl. 16:44

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Takk fyrir innlitin og commetin.  En herrar mínir þetta er hálfgerð sagnfræði hjá ykkur, það var alls ekki ætlun mín að upphefja VG en samt að fagna því að þeir skuli koma með einhverjar lausnir á því ástandi sem nú ríkir, þeir hafa nefninlega bara nöldrað um það og verið á móti öllu  fram að þessu. Vonandi koma fleiri  úr stjórnarandstöðunni með einhverjar hugmyndir líka, við bíðum og köllum eftir þeim

Gylfi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Landfari

Ég sé nú ekki í hverju lausnin liggur hjá þeim. Þeirra tillögur ganag útá að aðrir borgi. Þeir hafa hinsvegar ekki greint frá því hverjir þessir aðrir eru og enn síður liggur fyrir samþykki þeirra.

Það er nú ekki flókið fyrir mig að endurskipuleggja fjármál heimilisins og eiga góðan afgang af mánaðarlaununum ef þetta er hægt. færa bara skuldirnar á "aðra" og málð er leyst.

Landfari, 8.12.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband