Ekki meir Framsókn

Hvað er það sem stjórnmálaöfl þrífast á? Jú eru það ekki fyrst og fremst málefnin og málstaðurinn. Hvað gerir þetta tvennt að veruleika? Er það ekki trúverðuleikinn og raunveruleikinn? Hvað gerist þegar þetta tvennt bregst? Jú þá hrynur fylgið sem trúði á traust og raunsæi. Þegar gamall framsóknarhundur eins og ég getur ekki lengur treyst flokknum sínum og horfir uppá hann styðja stjórnsýslu og aðgerðaleysi sem á sér varla hliðstæðu, ja þá mundi ég halda að flokkurinn væri á villigötum og í vanda staddur. Framsókn hefur verið kjölfesta í stjórnmálum á Íslandi og verið eftirsótt til samstarfs í ríkiisstjórn af öðrum flokkum. Nú kjósa þeir og styðja  vinstri öfgaöfl sem troða á lýðræði og beyta ömurlegri stjórnsýslu. Ég hef bent sitjandi þingmönnum á þetta en verið svarað fullum hálsi að ég geti bara kosið eitthvað annað. Það mun ég gera í komandi kosningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Ja hérna - maddama framsókn komin í ónáð hjá okkur ! Verður erfitt að finna flokk sem maður treystir og vill gefa atkvæðið sitt!  Undarlegt ad segja stuðningsmanni sínum að kjósa bara eitthvað annað ! Eigðu góðann dag. 

Birna Guðmundsdóttir, 8.4.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband