18.1.2007 | 12:41
Helgarröltið
Um síðustu helgi gerðum við tilraun til að vera svolítið menningarleg. Fórum í leikhús, á söfn og í bíó.
Á föstudagskvöldið fórum við í Þjóðleikhúsið og sáum verk sem heitir Bakynjur. Um er að ræða afar aldið verk af grískum ættum, sem er svolítið úr takt við þá tíma sem við lifum í.
Fyrir sýningu var boðið uppá fyrirlestur í Þjóleikhúskjallaranum um verkið og við fórum sem betur fer á hann, hlýddum á fróðleik um verkið og þá speki sem þess boðskapur á að bera. Ég prísaði mig sælann að hafa sótt þennan ágæta fyrirlestur, ef ekki, hefði ég varla skilið neitt í þessu verki.
Leiksviðið var frumlegt, það var það sem stóð svolítið uppúr ásamt leik hinna villtu kvenna. Leiksviðið minnti á fartölvu og hinar villtu konur sem skriðu um sviðið eins og dýr voru takkaborðið.
Um verkið fannst mér lítið til koma og hefði sjálfsagt yfirgefið sýninguna í hléi eins og svo margir gerðu ef mér hefði fundist það viðeigandi, enn slíka óvirðingu sýnir maður ekki þeim leikurum sem eru vissulega eru að standa sig.
Niðurstaðan er lélegt verk enn góð túlkun leikarana sérlega hinna villtu kvenna.
Á laugardaginn fórum við á sýningar, meðal annars í Listasafn Íslands og og Þjóðminjasafnið.
Í Listasafn Íslands er alltaf gaman að koma, ganga um og upplifa listina og setjast niður að því loknu og fá sér kaffisopa í kaffiteríunni sem þar er.
Nokkuð langt er um liðið síðan ég hef komið í Þjóðminjasafnið. Þar stendur nú yfir Ljósmyndasýning meðal annars. Þar er að finna gamlar fréttamyndir frá sjöunda áratug síðustu aldar allar afar skemmtilegar sem gaman er að skoða.
Á laugardagskvöld fórum við svo í bíó sáum Apocalypto mynd sem Mel Gibson hefur gert um hina merku frumbyggja.Mexicó. Það verður að segjast eins og er að ég hafði beðið eftir að sjá þessa mynd með nokkurri eftirvæntingu. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem snertir menningu og líf Indijána fyrr á öldum. Hef meir að segja heimsótt ættbálka þeirra í Mexikó sem var upplifun ein og sér.
Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með þessa mynd. Hvergi hef ég lesið um svona aftökur í tug þúsunda tali í innbyrgðisátökum þeirra sjálfra, þetta var nýtt fyrir mér og allt of mikið ofbeldi af grófustu gerð og ég vil leifa mér að segja að það hafi skemmt þessa mynd.
Margt er gott sem þessi mynd færir okkur. Þar ber hæst náttúrufegurðin sem Mexikó býður uppá sem er einstök og svo tungumál Indijánana sem er hrífandi
Enn ég hvet fólk til að sjá þessa mynd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.