19.1.2007 | 21:52
Á skíðum skemmti ég mér
Nú um helgina er tækifærið sem svo margir hafa beðið eftir með eftirvænntingu. Nefninlega að komast á skíði. Veðurspáin er frábær og snjórinn virðist vera ákjósanlegur, hæfilegt frost og lítill vindur, allt þetta er það sem þarf til að gera þessa yndislegu íþrótt framkvæmanlega.
Ég hef reyndar farið nokkrum sinnum á skíði í vetur, síðast um helgina sem leið og þá á gönguskíði.
Það er nefninlega þannig með gönguskíðin að það er oftar hægt að finna aðstæður sem henntar þeim. Oft þarf heldur ekki að fara langt til að finna þá staði og aðstæður, má nefna staði svo sem Rauðavatnið, Hafravatnið, Vífilstaðavatnið, Heiðmörkina að ógleymdu Miklatúninu. Allt eru þetta ágætir staðir sem eru innan borgarmarka enn trúlega er Rauðavatnið best þar er líka svo mikið af vélsleðaslóðum sem gott er að ganga í, á móti er þar hávaði frá umferð og mikið af fólki. Í Heiðmörkinni er rólegast þar eru fæstir á ferð en ókosturinn þar er að stundum er þar djúpur snjór sem erfitt er að leggja brautir í.
Að ganga á skíðum er voða heilbrygð hreyfing allir hlutar líkamans þurfa að taka á hver taug er virk, hugurinn tæmist og hleður inn nýjum vonum fullum af bjartsýni.
Ég hvet alla til að nota þetta frábæra veðurútlit og skíðafæri til útiveru um helgina.
Njótið helgarinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.