14.9.2010 | 10:08
Vindskýli við hættulega vegkafla
Nú þegar haustar að og lægðir verða dýpri er rétt að huga að vegköflum sem oft hafa valdið fólki tjóni sökum hvassviðris. Ég ætla að virkja hugmynd sem ég hef oft hreyft af gefnu tilefni.
Ég hef áður bloggað um þá hugmynd að sett yrðu upp svokölluð vindskýli við hættulega vegkafla til að mynda Kjalarnes Hafnarfjall og Ingólfsfjall. þar sem menn til dæmis með hjólhýsi gætu beðið af sér veður. Hugmyndin var tveir steyptir veggir nokkurnskonar renna sem hægt væri að keyra í gegnum nægjanlega löng svo þar rúmist minnst 20 til 30 ökutæki. Auðvellt væri að grafa slíka framkvæmd niður svo minna rask hlytist af í landslaginu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.