Höf Ókunnur:

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá gjöf fyrverandi nemanda dr Gylfa Þ Gíslasonar til Háskóla Íslanda. Um er að ræða málverk af prófersornum sjálfum sem virðist vera vel unnið verk ef marka má myndirnar í Fréttablaðinu.

Þetta er vel við hæfi og glæsilegt framtak sem aðrir fyrverandi nemendur mættu taka sér til fyririmyndar.

Það er bara einn ljótur blettur á þessari frétt...... blettur sem virðist alltof oft vera viðhafður við slíkar uppákomur.

Það er nefninlega hvergi minnst á HVER MÁLARINN ER sem málaði þetta glæsilega verk aðeins hamrað á hver gefandinn sé og svo náttúrulega þyggjandinn.

Það að geta ekki um höfunda er ekkert nýtt. Hver kannast ekki við ljóð sem alltof margir leifa sér að nota til hinna ýmsu byrtinga opinberlega og þá sérstaklega í minningargreinum í Morgunblaðinu og setja gjarnan HÖF ÓKUNNUR undir. Oft eru þetta ljóð sem áður hafa komið fyrir almeningssjónir og lítið mál að afla upplýsinga um höfunda ef vilji til þess er til staðar.

Mér hefur oft fundist sem töluvert vannti upp á þann vilja enda láta flestir sig litlu varða hverjir höfundar eru að því sem byrt er, enda komast flestir upp með það að setja fyrrnefnda setningu undir ljóðið og fá það byrt þannig

Þessu bara verður að breita. Ég vil skora á fjölmiðla að gera bragabót á þessum málum og virða rétt höfunda hvort sem um er að ræða ljóðalist eða myndlist, rétturinn er til staðar það þarf bara að framfylgja honum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband