12.2.2007 | 20:18
Lélegar atkvæðaveiðar
Hörmulegt er til þess að hugsa hvernig hefur verið farið með öll þessi börn á árum áður. Manni hreinlega líður illa af tilhugsuninni einni saman, öll þessi mannvonska og drottnun sem virðist hafa verið beytt er óhugnanleg...... drottnun sem aldrei má endurtaka sig.
Alla þá staði sem hafa haft með börn að gera og hafa verið reknir sem barnaheimili, sumardvalastaðir og eða eitthvað annað þarf að skoða og ganga úr skugga um að allt hafi verið eins og til var ætlast.
Byrgið er aftur á móti nútíminn, hrein kynlífsþrælkun eftir fréttum að dæma.
Allt þetta fólk þarfnast hjálpar og það strax. Hef reyndar tröllatrú á Félagsmálaráðherra og ríkisstjórninni yfir höfuð í þessu máli og það er reyndar komið á daginn að þeir virðast vera gera það sem þarf fyrir þetta fólk.
Það er að segja Ríkistjórnin er að standa sig í þessu máli.
Á sama tíma er stjórnarandstaðan og sérstaklega Samfylkingarfólk að slá sér til riddara af málinu og belgja sig út og vilja helst hengja einhvern af stjórnarheimilinu.
Allir geta séð að svona málflutningur er hrein hræsni og það sem verst er hrein óvirðing við allt þetta fólk sem níðst var á og þeirra aðstendendur..... fólk sem hefur þegar mátt þola þvílíkar hörmungar.
Að gera svona mál að einhverjum atkvæðaveiðum í komandi kosningum er það al lélegasta sem hægt er að hugsa sér
Getum við fengið heiðarlega og skemmtilega kosningabaráttu takk
Athugasemdir
Þetta tek ég undir.
Og það sem meyra er að ég fattaði ekki hvað þessi málflutningur hefur í för með sér gagnvart þessu fólki fyrr en ég núna las þenan pistil hjá þér.
Ég vona það svo sannarlega að það sé rétt hjá þér að ríkistjónin afgreyði þetta mál FLÓTT og farsællega,,, en það þarf að gerast fljótt, og umræðan um þessi sérstöku mál þarf að linna, fólksins vegna.
Út og burt með illgjarnt fólk með illan tilgang.
Sigfús Sigurþórsson., 15.2.2007 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.