16.2.2007 | 20:33
Hugleiðing í (h)ljóði
Ef þú átt eld sem að logar til eilífðar nóns
og ljóð sem að blundar í hugljúfu sálinni þinni.
Hafðu það ráð svo að hugur þinn bíði ei tjóns
hleyptu því út ... ekki loka það allt saman inni.
Ef þú hefur kjark sem klýfur þinn sálar tind.
og kveður þitt ljóð á unaðstreng hugsanna þinna.
Ef í hjarta þér aleinn þú situr, við lífsins lind
ljúktu upp sál þinni - hugsaðu einnig til hinna
Athugasemdir
Mikið rétt og mikið satt, glæsilega sett fram líka. Góða skemmtun í London.
Kv. Maja
María (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.