25.2.2007 | 14:23
Eru VG trúarsamtök
Vinstrihreifingin Grænt framboð héllt landsfund sinn nú fyrir helgina. Varla mátti opna fyrir fréttir öðruvísi en formaðurinn þeirra væri að æpa þar á innsoginu af slíkum tilfinningakrafti að hellst datt manni í hug að um líf eða dauða væri að tefla, slíkur var ákafinn.Það sem ég heyrði minnti einna helst á einhverja trúarsamkomu frekar enn fund hjá stjórnmálaflokki.
Og hvað hafði svo formaðurinn að segja, hvaða stefnumál brunnu svo á vörum hans að hann þyrfti beinlínis að öskra þau í eyru þeirra sem á hlýddu. Jú eftir að hafa heyrt hann tala bæði í sjónvarpi og á flestum útvarpsrásum sem senda út fréttir þá var hann bara með eitt stefnumál, og það er "að fella ríkisstjórnina" ekkert annað komst að hjá honum.
Geta landsmenn kosið stjórnmálaflokk með þetta eina markmið?
Mitt svar er þvert NEI
Ég vil sjá einhverja stefnu sem byggist á þróun og framförum sem geta bætt stöðu okkar sem landið byggjum.
Stór hluti þeirra sem hafa verið fylgismenn Vinstri grænna hafa kosið þá vegna þess að þeir telja þá vera náttúruverndasinna. Eru Vinstri grænir náttúruverndarsinnar?
Mitt svar er þvert NEI.
Vinstri grænir eru tækifærissinnar sem hafa henntistefnu í náttúruverndarmálum. Allir geta séð hvernig Vinstri grænir eru að fara með Álafosskvosina í Mosfellsbæ, það sem þar er verið að gera mundi enginn náttúrverndarsinni gera nokkru sinni.
Geta landsmenn kosið Vinstri græna til að fara með landsmálin?.
Mitt svar er þvert NEI.
Vinnstri grænir hafa bara eina stefnu í landsmálapólitíkinni og hún er sú sem forðmaðurinn öskraði á innsoginu í fréttatímunum "að fella ríkisstjórnina"
Góðir landsmenn. Veljið því eitthvað uppbyggilegra stjórnmálaafl til að kjósa í vor en Vinstrihreifinguna Grænnt framboð, næstum allt er betra enn svona bulludallar.
Athugasemdir
Vinstrihreifingin Grænt framboð héllt landsfund sinn nú fyrir helgina. Varla mátti opna fyrir fréttir öðruvísi en formaðurinn þeirra væri að æpa þar á innsoginu af slíkum tilfinningakrafti að hellst datt manni í hug að um líf eða dauða væri að tefla,
Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 09:28
Sorry þetta á undan átti að enda á : segir Gylfi.
Sigfús Sigurþórsson., 1.3.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.