6.3.2007 | 19:21
Fullur flutningabílstjóri
Í gær mátti lesa um það á visir.is að flutningabílstjóri á bíl með tengivagn og 40 feta gám hafi verið tekin undir áhrifum áfengis í Mosfellsbæ. Hræðileg lesning það.
Mér finnst að Lögreglan verði að taka hart á svona brotum. Á degi hverjum horfir maður uppá hvern atvinnubílstjórann á fætir öðrum aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Bílstjórar sem aka stæstu flutningabílum sem strætó fullum af farþegum hika ekki við að aka gegn rauðu ljósi. Allt þetta er glæpur eða glæpsamlegt athæfi sem er ekkert einkamál þessara manna þetta kemur ekki síður okkur hinum við. Við höfum líka séð ljót slys þar sem stórir bílar hafa valdið með slíku gáleysi.
Er ekki kominn tími til að taka á þessum málum, eigum við hin ekki kröfu á Lögregluna um að þeir haldi þessum málum í lagi. Ekki viljum við mæta þessum trukkum út á þjóðvegum landsins með ölvaðann mann undir stýri.
Um refsingu þessa manns sem tekinn var ölvaður undir stýri þessa stóra flutningabíls í Mosfellsbæ, þá vona ég að hún verði öðrum víti til varnaðar.
Frá mínum bæjardyrum séð þá framdi hann glæp og það mikinn glæp
Athugasemdir
Já alveg vítavert, spurning, hvernig dóm fær maðurinn? fær hann (bílstjórinn) svipaðan dóm og ef bílstjóri á Trabant keyrir fullur og er tekin á svipuðum stað? Ég ætla að vona að það sé tekið tillit til ökutækja og aftanívagna og þessháttar.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 6.3.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.