Fagfólk og Fíknin

Mikið óskaplega er leiðinlegt að heyra og lesa um forsvarsmenn heimila sem telja sig vera að hjálpa fólki úr klóm fíknar af ýmsu tagi.

Bæði Samhjálp og Götusmiðjan eru sífellt að ætlast til að þeim sé skaffað þetta og skaffað hitt af ríkinu.

Eru þessir menn ekki að reka fyrirtæki?

Engum dettur í hug eftir að flett var ofan af Byrgiinu og því fjármálasukki sem virðist hafa viðgengist þar að þetta sé einhver góðmennska, að halda slíku fram er hreinn brandari.

Ef einhver Jón út í bæ ætlar að stofna fyrirtæki þá gerir hann áætlanir um sinn rekstur og byggir sín umsvif á þeim áætlunum, hann rausar ekki í fjölmiðlunum um að Ríkið verði að skaffa sér húsnæði helst eendurgjaldslaust og með rekstrarfé að auki.

Af hverju í ósköpunum ættu þessir menn að vera að vasast í þessum geira yfir höfuð þegar ljóst er að þeim er ekki treystandi fyrir veiku fólki .

Það eru til stofnanir sem sérhæfa sig í meðferð þessa fólks sem er gott. og nauðsynlegt. þar er líka fagfólk sem sinnir þessum sjúklingum sem hlýtur að vera nauðsynlegt til að árangur náist.

Sjálfsagt er að styrkja meðferð þessa ógæfufólks, enn það verður þá að gera það á faglegum grunni með reisn og ráðum.

Við almennir borgarar gerum kröfu um að peningunum okkar sé varið skynsamlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu ekki kynna þér þessi samtök, Samhjálp og Götusmiðjuna, áður en þú vænir þá um að reka sín heimili eins og Guðmundur í Byrginu?

Hvernig dettur þér í hug að meðferðarheimili og fyrirtæki í viðskiptum eigi eitthvað sameiginlegt. Hvar liggur hagnaðurinn sem þarf að stefna á að ná hjá meðferðarheimili? Selja fíkla?

Dauðans kjaftæði er þetta í þér maður 

Heiða B. Heiðars, 24.3.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Athugasemdin þín  svarar sér  sjálf

Gylfi Björgvinsson, 24.3.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það kom allavega vel fram að Byrgið fékk fúlgur fjár og slot yfir alltsaman frítt. Ég er ekki sammála því að þessar "stofnanir" eigi að heyra allar undir Ríkið, en ég tek hraustlega undir það að ef Ríkið eða Sveirafélög komi að þessum málum á EINHVERN HÁTT á bókhaldið að liggja ekki bara á borðinu heldur og fyrir almenning.

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband