Kosningin í Hafnarfirði er ekki pólitísk

 

Voða finnst mér dapurt að sjá og heyra speki um að kosningin í Hafnarfirði sé eitthvert verk stjórnvalda. Ég held að þessi kosning hafi nákvæmlega ekkert að gera með pólitík hún er hreinnt og klárt umhverfismál og það sem meira er að hún er alfarið framkvæmd Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Alcan Margir vilja tengja hana einhverri stóriðjustefnu stjórnvalda sem er ekki til, þvílíkur misskilningur segi ég nú bara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæll Gylfi, þú segir að þetta sé alfarið framkvæmd Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Alcan.

Ég veit ekki betur en að Samfylkingin og Gissur hafi komið allri ábyrgð af sér og yfir á íbúana. Lögfræingur fengi hól fyrir að geta gert það án þess að neinum fynnist neitt að því.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 02:45

2 identicon

Sammála þér að mestu leiti, en það að segja að umhverfismál tengist ekki pólítík er kanski alveg rétt.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:51

3 identicon

Ætlaði að segja: ...kanski ekki alveg rétt

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:52

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sælir  félagar  og  takk fyrir  innlitið

Allir  ættu að geta  verið  samála  um  að umhverfismál hætta að  vera  umhverfismál  ef  þau  eru  gerð pólitísk vegna  þess að stjórnmálamenn  eru  fremur  tvöfaldir  í  roðinu. Sjáið nú  bara  hvernig  Steingrímur   J talar  fyrir  álveri  á  Húsavík.

Enn Sigfús  veistu  að nú  reynir  á  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að  framfylgja  úrslitum  kosninganna. Ég  fagna  þessari  niðurstöðu  og  vil  álverið  burt enda  að  byggja  í  firðinum  og  flyt  þangað  bráðum 

Gylfi Björgvinsson, 1.4.2007 kl. 11:25

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þar er ég sammála þér, og finnst mér það-það minnsta sem þeir geta gert, að sjálfsögðu eiga úrslitin að standa og ekkert á að getað breitt þeim, þótt ég sé hlyntur stækkun þá er þetta samt mín skoðun. Þú átt marga góða pistla hér á þessari bloggsíðu Gylfi.

Sigfús Sigurþórsson., 6.4.2007 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband