Berum virðingu fyrir verðandi Landsfeðrum

Nú þegar styttist í að landsmenn gangi til kosninga og kjósi sér landsfeður til næstu fjögra ára, gerast ótrúlegustu menn og konur mjög pólitísk. Jafnvel rólegasta fólkið sem maður umgengst dag frá degi situr nú rauðþrútið í framan af æsingi við að tjá ágæti síns stjórnmála afls. Allt þetta er nú bara gaman og eðlilegt og það sem er best af öllu gefur lífinu smá lit, brýtur upp hversdagsleikann og dagarnir verða fyrir vikið skemmtilegri.

Stjórnmálamennirnir okkar sem keppa um að ná hylli fólksins í landinu eru líka margir skemmtilegir og flestir málefnalegir líka í sínum framkomum.

Allt það er líka gaman.

Enn það eru þeir ekki sem standa sig að því að beyta óheiðarleika og ósannindum í sinni baráttu. Það hefur nefninlega margur maðurinn reynnt og ekki haft erindi sem erfiði. Gamall maður sagði eitt sinn við okkur unglingana sem við vorum þá " að engin lygi er betri enn sannleikurinn sama hversu góð lygin er... sanneikurinn er alltaf betri"

Enn svo verðum við líka að bera virðingu fyrir þessum mönnum og konum sem eru að bjóðast til að verða lndsfeður okkar. Við megum ekki bera á þessar persónur dyglur eða ósannindi heldur láta þau njóta sannmælis því allir sem bjóða sig fram hafa eitthvað til síns máls. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því sem þeir hafa fram að færa. Svo tjáum við skoðanir okkar af heillindum og heiðarleika

Kjósum hæft fólk til að stjórna þessu landi 12 mai


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband