Góður drengur fallinn frá

 

 

Eftir hörmulegt slys á fjöllum norður í landi liggur í valnum drengur góður Flosi Ólafsson múrarameistari, látinn langt um aldur fram. Flosa kynntist ég ungur að aldri sem besta vin bróður míns.

Um leið og ég minnist þessa góða drengs vil ég vekja athygli á hættum sem fylgja opnum eldstæðum í loftlitlu rými. Allur opinn eldur þar með talið kertaljós þarf súrefni til að geta logað. Allur bruni gengur á súrefnismagn sem til staðar er í hverju rými, ef engin loftun er getur súrefnið klárast og rýmið orðið dauðagildra.

Ég þekki nokkur dæmi þar sem fólk hefur verið komið í hættuástand vegna þessa en sem betur fer áttað sig á því í tæka tíð. Það fólk hafði fyrir tilviljun orðið áskynja af ástandinu í öllum  tilvikum.

Ég Þakka Flosa  samfylgdina, góðu  ráðin hans og hjálpsemina sem hann var óspar á. Ég votta eiginkonu hans  strákunum og öðrum ástvinum samúð mína

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband