Ótrúlegt aðgerðaleysi stjórnvalda

Nú þegar olíuverðið er orðið svo hátt að það telst vera lúxus að fara í sunnudagsbíltúr þá er löngu orðið tímabært að Ríkisvaldið vakni af sínum þyrnirósarsvefni og rausi um að einhverra aðgerða sé að vænta, aðgerða sem ekki líta dagsins ljós, og allt að fara fjandans til, þá hlýtur alenningur í landinu að fara að íhuga einhver ráð til að koma  landsfeðrunum til meðvitundar. Vörubílstjórarnir  reyndu enn voru barðir og eigur þeirra skemmdar svo varla er vona að fleiri reyni slíkar aðferðir.Það er ekki bara olíuverðið sem er að keyra okkur um koll það er verðbólgan líka lánin okkar hækka og hækka sama hvað við erum  sparsöm og eyðum litlu þau hækka samt og það ekkert lítið dag hvern. Verðtryggingin  er fáránleg og verður að hverfa það er ekki sanngjarnt að lán sem eru tekin  fyrir fjölda ára hækki og hækki vegna óstjórnar og aðhaldsleysi  landsfeðra nútímans, þetta er algjör bilun eins og þetta er í dag.Ef ég mætti koma með uppástungu varðandi eldsneitið þá vildi ég sjá tolla og aðflutningsgjöld  algjörlega afnumin af rafmagnsbílum litlum rafmagnsbílum sem við gætum keypt okkur og notað innanbæjar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband