20.8.2008 | 10:00
Hljóðmanir úr grjóti magna hljóð
Á Völlunum í Hafnarfirði eru bæði umferðaeyjar og hljóðmanir gerðar úr grjóti. Grjóti sem er svo gróft að venjulegir bílar myndu stórskemmast ef keyrt væri út fyrir kanntstein. Auðvitað eiga bílar að halda sig við akbrautina enn vissulega geta komið upp þær aðstæður að bíll lendi utan kanntsteins og þá er næsta víst að um stórskemmd á viðkomandi bíl er að ræða. Ég hef mikið vellt þessum eyjum og hljóðmönum fyrir mér og reynt að finna út ástæðu fyrir því að þetta er gert úr svo grófu grjóti, en hef ekki fundið neina skynsamlega ástæðu, ekki er þetta fagurt heldu fremur óhrjárlegt ásýndar og kuldalegt að auki. Hljóðmanirnar gera minna en ekki neitt sem hljóðmön. Grjót er hljóðbært og magnar hljóð fremur en að draga úr því. Minnumst til að mynda texta í gömlu ljóði þar sem segir að fjöllin undir taka þar er átt við endurkast frá klettum og grjóti. Það sama á við um þesar hljóðmanir þær virðast magna hljóð. Það finnur maður glöggt ef genginn er göngustígurinn að baki henni.
Skora á bæjaryfirvöld að skoða þetta
Athugasemdir
Já vertu velkoin frænk. Þetta með að vera gleyminn hlýtur að vera í genunum því ég er svona líka
Gylfi Björgvinsson, 20.8.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.