Verða bændur til eftir 30 til 40 ár

Í gegnum aldir  voru íslenskir  bændur burðarás í íslensku samfélagi ráku sín bú með miklum ágætum, veittu fullt af fólki vinnu beint og óbeint, byggðu og græddu byggð sem óbyggðir. Langt fram á síðustu öld var landbúnaðurinn sjálfbær atvinnugrein það er hann var rekinn án strykja frá opinberum aðilum. Á þeim tíma höfðu bændur  fullt af fólki í vinnu svokölluð vinnuhjú, ekki var óalgengt að á hverjum sveitabæ væri á annan tug vinnandi fólks. Þetta var á þeim tíma sem landbúnaðurinn var án ríkisstyrkja. Fólk hafði kanski ekki nein  ofurlaun en nóg fyrir sig og sína  í flestum tilfellum. Í mörgum öðrum atvinnugreinum hafði fólk heldur ekkert of mikið til að lifa af. Ég leyfi mér að efast um að bændur hafi lifað við kröppustu kjörin í landinu á þeim tíma.Í dag á tímum  búvörusamninga, niðurgreiðslukerfa og  ríkisstyrkja eru bændur sívælandi um lélega afkomu. “miklir erfiðleikar framundan, “  segja sauðfjárbændur. Kúabændur hafa líka borið sig ílla. Hvert stefnir þessi landbúnaður? Hvert stefna byggðir landsins? Hvað ætla  íslenskir bændur að gera?Ætla bændur  að halda áfram að væla um lélega afkomu, gráta utaní ríkisvaldinu um úrelltan búvörusamning eða ætla þeir að bretta upp ermar og vera til eftir  svo sem 30 til 40 ár. Já ég segi og skrifa  VERA TIL. Það er nefninlega ekki spurning hvort heldur hvenær ríkisvaldið hættir að niðurgreiða landbúnaðarvörur. Ef staðan er svona slæm í dag, hvernig verður hún þá eftir að engrar niðurgreiðslu nýtur við.Íslenskir bændur verða að fara að hugsa hvernig þeir ætla að bregðast við þeim breytingum. Þá verða bændur nefninlega að framleiða sínar vörur  á verði sem einhver vill kaupa þær á eins og reyndar önnur fyrirtæki í landinu gera í dag. Ef bændur geta það  ekki ...... ja þá verða þeir ekki til  eftir 30 til 40 ár og jafnvel miklu fyrr.Þessar staðreyndir blasa viðVið viljum  að íslenskur landbúnaður sé til  svo mikið er víst. Við viljum að hann sé sjálfbær atvinnugrein og við viljum  líka að landbúnaðarvörur séu á verði sem einhver kaupir þær á. Allt þetta blasir líka við. Íslenskir bændur geta hagrætt það er vitað, þeir geta til að mynda gert búin að hagstæðari stærð, þannig nýtist vélakostur, mannafli og ræktað land  betur og margt fleira, það er ekki eðlilegt að bú jafnvel undir meðalbúi sé með vélakost sem gagnast mundi helmingi stærra búi til dæmis.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Hittir naglann á höfuðið frænka næst ætla ég neninlega að blogga um afurðastöðvarnar sem eru gjörsamlega að sliga bændur með fáranlegum starfsháttum svo ekki sé  minnst á óhollnustuna sem þú bendir á

ég kanna málið með diskinn hans frænda ég veit allavega um einn sem vil kaupa hann 

takk fyrir kvittið og innleggið Sigga mín

Gylfi Björgvinsson, 28.8.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er algjörlega rétt hjá þér Gylfi. Lambakjöt er hreinlega of dýrt í framleiðslu í samanburði við allt annað kjöt. Ég spái því að eftir 15 til 30 ár verði það eingöngu lúxus-varningur sem einhverjir smærri bændur stundi sem aukabúgrein og selji beint frá bænum.

Bændur í þeirri mynd sem við þekkjum í dag munu deyja út enda sé ég ekki hag í því að framleiða eitthvað sem ekki stendur undir sér. Framleiðsla á matvælum þarf að vera í miklu stærri einingum með allri þeirri tækni og tækjakosti sem völ er á.

Bændur og bóndabæir eru svona eins og leikskóla- og skólakerfið okkar, ennþá að  sniðið að þörfum sem voru við lýði fyrir 30 til 50 árum.

Halla Rut , 2.9.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já  Halla Rut verðmyndunin á landbúnaðarvörum  er mjög brengluð svo ekki sé meira sagt. Lambakjötið sem í mörgum  tilfellum er alið á íslensku grasi er helmingi dýrara heldur en kjúklingur og svín sem alin eru nær eingöngu á innfluttu fóðri og umönnun alla daga  meðan lömbin okkar bíta gras fram til heiða ótrúlegt enn SATT

Gylfi Björgvinsson, 2.9.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband