23.9.2008 | 22:54
Slúskuð Slysó
Í gær var ég svo óheppinn að meiða mig sem er nú ekkert alvarlegt, klemmdi hendina svolítið en nóg til þess að hún stokkbólgnaði með miklum verkjum. Ég sá undir kvöld að ekki yrði umflúin ferð á Slysó sem ég og gerði, við komum þarna kl 18.00 og biðum í tvo klukkutíma áður en röðin kom að mér.Slysadeildin er orðin voða slúskuð, húsnæðið og ekki síður húsgögnin eru í slæmu ástandi og í raun til skammar að bjóða fólki sem hefur slasað sig uppá að sitja í þessum brotnu JÁRNSTÓLUM í heila tvo klukkutíma. Meðan við sátum þarna voru margir að kvarta yfir biðinni og einn sem var með blóðuga augabrún nennti ekki að bíða lengur og fór. Er öll þessi bið virkilega út af vanmönnun eða hvað er í gangi þarna? Þegar inn var komið tók við meiri bið þó ekki meir en kannski eðlilegt getur talist. Þegar svo kom til mín læknir þá var hún mjög fagleg og elskuleg og ekkert nema gott um þann lið að segja. Hún sendi mig í myndatöku sem gekk hratt fyrir sig og talaði svo við mig aftur af sömu fagmennskunni og áður.Þegar heimsókninni á Slysó lauk var kl 20.54 hafði tekið tvo tíma og fimtíu og fjórar mínótur. Mér finnst þetta vera of langur tími. Ég veit líka að starfsfólkið þarna er undir þvílíku álagi en vinnur sitt verk af trú og fagmennsku. Þökk sé þeim.Hendin var óbrotin en læknirinn sagði að ég skyldi hvíla hana í heila viku
Athugasemdir
Góðan bata!
Vilborg Traustadóttir, 25.9.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.