Öryggisráðið

Var að lesa í blöðunum að ef  Ísland næði kjöri í Öryggisráðinu þá séu einhverjar vangavelltur uppi um að það yrði Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra sem hlyti það embætti.Voðalega hlýtur að vera mikil þröngsýni í gangi á stjórnarheimilinu ef þetta er raunin. Vita ráðamenn þjóðarinnar virkilega ekki af öllu því menntaða og hæfileikaríka fólki sem þessi þjóð getur verið stollt af og sómuðu sér vel í embætti út í heimi þar sem krafist er hæfni og þekkingar. Þurfa stjórnvöld endalaust að setja gamla pólitíkusa í svona embætti, fullorðið fólk sem jafnvel er búið að mála sig út í horn hér heima og eiga enga framtíð lengur í íslenskri pólitík. Við þekkjum  fjölda slíkra dæma á undangengnum árum.Er ekki mál að linni. Ég vil skora á stjórnvöld að skipa í þetta embætti ef til þess kemur vel menntaða og hæfileikaríka manneskju, við eigum  nóg af slíku fólki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið er ég sammála þér. sífellt er verið að skipa afdankaða stjórnmálamenn í hin og þessi embætti. Er ekki staða Seðlabankastjóra gott dæmi um það. Áratug eftir áratug. Ótrúlegur andskoti.

en takk fyrir bloggvinaboð

Jóna Á. Gísladóttir, 26.9.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sama á að gilda um Seðlabankann. Hvers lags er þetta hérna á Íslandi?

Vilborg Traustadóttir, 26.9.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband