28.9.2008 | 13:28
Gagnrýnendur
Ég hef verið að velta fyrir mér gagnrýni af ýmsu tagi. Til eru stéttir sem nefnast gagnrýnendur þá á ég við listgagnrýnendur bókagagnrýnendur, leikhúsgagnrýnendur og kvikmyndagagnrýnendur svo eitthvað sé nefnd. Allar þessar stéttir hafa það sameiginlegt að hafa leyfi til að rífa niður eða upphefja verk annara, þó finnst mér oftar sem þær stundi niðurrif heldur en upprif. Hvernig má það vera að einhverjar stéttir hafi af því atvinnu að rífa niður verk annara stétta byrta um þær dóma í dagblöðum og það sem verst er hafa oft á tíðum afar sérstakan smekk fyrir það sem fjallað er um, þ.e. skorta fagmennsku.Við vitum að fólk er misjafnlega móttækilegt fyrir gagnrýni og dæmi um að listamenn hafi farið verulega í mínus við lélega dóma. Ef slíkt gerist er einfaldlega verið að taka listamanninn af lífi.Hefur einhver stétt virkilega leyfi til að haga sér með þeim hætti að þeirra persónulegu skoðanir á list taki listamenn af lífi, hefur einhver virkilega leyfi til að skrifa í blöðin að ég sé lélegur málari (ef ég væri málari) Ef einhver skrifaði í blöðin og segði að ég væri lélegur húsasmiður, þá gæti ég lögsótt viðkomandi fyrir meiðyrði.Fyrst stétt gagnrýnanda er til því eru verk annara þá ekki gagnrýnd s.s. verk arkitekta, verkfræðinga, iðnaðarmanna svo eitthvað sé nefnt.Gagnrýnendur verða líka að gera sér grein fyrir hversu mikið ofurvald þeir hafa og gæta þess að rífa ekki niður það sem aðrir eru að gera, og passa að þeirra persónulegu skoðanir á viðkomandi listamanni hafi ekki áhrif á dóma um verk þeirra.
Athugasemdir
tekur virkilega einhver gagnrýnendur svona alvarlega. Undarleg idja ad stunda nidurrif og fá borgad fyrir þad- náttúrulega meina ég ekki húsasmidi í þessum orðum
takk fyrir vinskapinn:)
Birna Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.