Kreppu ljóð

 

Þoturnar þagna

lágt er dagsins stef

Þrotinn er sjóður

engan aurinn hef

Myrkrið magnast

já nú er níðdimm nótt

Mögnuð sú stund

er bælir allan þrótt

Spilling og skömm

ég varla fyrir sef

Sjálfstæði þjóðar

er borið fyrir ref

Fögnuð og frið

nú hvergi er í sinni

Flestir nú slæpast

halda sig mest inni

 Í búðinni blasa við

fullt af hillum tómum

Á bláköldu strætinu

hangir fullt af rónum

Í kirkju fólk kjagar

í von að Guð sinn finni

Í kyrðarstund vonar

að ástandinu linni

Bílarnir standa

bensín litlir heima

Byrgðir á þrotum

nei þig er ekki að dreyma

Haustar með hreti

kaldir vindar geisa

Hrúfar sig saman

hnútinn þarf að leysa

Feðurnir flón

sem landið okkar teyma

Fáum við hjálp

að ná á götu beina

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

 sorglega satt og ofurgott gott hjá þér !  Eigum vid ekki ad vona ad : koma tímar koma ráð -er ekki botninum bráðum náð?

Birna Guðmundsdóttir, 27.10.2008 kl. 15:32

2 identicon

 ertu búin að ná þér í disk frændi?   Lagerin á höfuðborgarsvæðinu minkar óðum. Vonandi ertu komin með hann í hús  og búin að hlusta líka Vissir þú  um veikindi Auðuns frænda?

Ég er hress,, ert þú það ekki líka.? Sendu mér línu og segðu mér hvernig þér líkaði útkoman í heild.

Knús í bæinn þinn

Sigga Svavars (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:40

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

vonandi er botninn skammt undan Birna  takk fyrir hólið og gangi þér allt í haginn

Gylfi Björgvinsson, 29.10.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband