5.11.2008 | 19:58
Eru stjórnvöld getulaus
Geta íslensk stjórnvöld leitt okkur á beinu brautina án þess að setja okkur flest í þrot? Ég leifi mér að efast stórlega um það. Nánast dag hvern birtast okkur hvert hneikslið af öðru, hvert öðru furðulegra.
Á sama tíma og fréttir berast af niðurfellingum miljarða skulda valinna manna er séreignarsjóðir okkar hinna skertur, þetta hljómar ekki vel.Ég vil sjá stórt teymi hagfræðinga og sérfræðinga til ráðgjafa fyrir stjórnvöld, kröftugt teymi sem mundi beita þeim ráðum sem best eru til endurreisnar. Það hefur sýnt sig að hvorki stjórn eða stjórnarandstaða hefur það sem til þarf, hafa ekki traust almennings og virðast vera lesa vittlausar skólabækur. Þetta hafa nokkrir hagfræðingar sagt opinberlega og við hljótum að sjá að þeir hafa mikið til síns máls.Við almenningur getum nánast ekkert gert nema horft á húsnæðislánin okkar hækka um fleiri hundruð þúsund í hverjum mánuði á sama tíma og verðmæti eignana rýrna. Hvar mundi svona vittleysa viðgangast nema í einhverskonar stjórnleysi
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Það er eins og þeir hafi eitthvað að fela?
Vei þeim sem undrast tortryggni í dag!
Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.