6.12.2008 | 12:59
Nú líkar mér Geir
Já loksins kom að því ......... ég fagna innilega þessari stefnubreytingu hjá Forsætisráðherra reyndar kemur þetta svolítið seint hefði viljað vera að skrifa þetta fyrir svo sem 10 árum og þá hefðum við heldur ekki verið á hnjánum eins og núna, erum við kannski farin að skríða frekar en að vera á hnjánum. Enn aðalatriðið er að hefja viðræður og það sem fyrst og eins og Geir segir passa uppá okkar hagsuni
Aðildarviðræður koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geir er vaknaður. Til hamingju Ísland.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.12.2008 kl. 13:05
Sem betur fer Þórdís Bára og jú til hamingju Ísland
Gylfi Björgvinsson, 6.12.2008 kl. 19:20
Ég er ekki tilbúin að binda börnin mín og barnabörninn og alla sem á eftir þeim koma á klafa annara þjóða. Við vitum nú hvað EES hafði í för með sér, enda ekkert kynt fyrir okkur eða við spurð um inngöngu þegar við gengum það skref.. Ég segi þetta ábyrgðarlaust og algjört bull. Við verðum að horfa til framtíðar ekki bara um eiginn rass.
Sigríður B Svavarsdóttir, 6.12.2008 kl. 20:58
Aðildarviðræður eru bara af hinu góða þá fyrst kemur fram hvað í boði er enginn getur myndað sér skoðun án þess að vita hvað er verið að tala um þá fyrst er tímabært að velja og hafna
Þó við gengum í ESB þá værum við síður en svo að binda börn okkar og barnabörn á neina þjóð við skulum muna að í dag erum við skuldugasta þjóð í álfunni og í raun erum við á hnjánum og jafnvel á fjórum fótum.
Gylfi Björgvinsson, 7.12.2008 kl. 12:03
Það værum við ekki ef við hefðum sleppt því að ganga í EES á sínum tíma. Þá ættum við okkur sjálf..
Sigríður B Svavarsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.