Hver þarf ekki styrk ef hann ætlar í prófkjör

Þetta sryrkja tal sem virðist vera orðið aðal mál kosningabaráttu vinstri manna  er voða barnalegt. Allir sem fara í prófkjör  verða að fá styrk einhverstaðar frá það er svo  augljóst  að það sjá allir sem eitthvað hugsa, nema viðkomandi sé auðmaður og geti hennt tugum miljóna í baráttuna. Hver getur gert svoleiðis óstuddur?  Vil endilega að Stjórnarflokkarnir fari nú að tala um eitthvað uppbyggilegra. Landinn á skemmtilegri  kosningabaráttu skilið.
mbl.is Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki betur en að VG hafi tekist að halda sín prófkjör án styrkja utanaðkomandi aðila. Og sá flokkur er nú stærri en Sjálfstæðisflokkurinn.

Jens (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: ThoR-E

Tek undir með Jens hér fyrir ofan, einnig fékk Frjálslyndiflokkurinn enga svona styrki. Samt gengu prófkjörin og kosningabaráttan hjá þeim með ágætum.

Síðan er þetta orðið miklu stærra mál en bara styrkirnir. Bæði Bjarni, Kjartan og Guðlaugur Þór hafa logið af kjósendum í þessu máli.

Guðlaugur ætti að draga sig út úr stjórnmálum og skammst sín!

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er ekkert barnalegt heldur hefur þetta fyrst og fremst með hugjónir að gera. Ætli það myndi ekki heyrast eitthvað í mönnum eins og þér ef svona kæmist upp um félagshyggjuöflin ?  Afhverju heldur þú að glás af hægra fólki ætlar að skila auðu ? .. Er ekki nokkuð ljóst að þessu ágæta blöskrar einfaldlega því að það hefur eitthvað sem kallast siðferði og getur ekki hugsað sér að kjósa eina hægri flokk íslands útaf því að hann er orðin eitt stórt grúldarfor. 

þetta eru styrkir upp á 8 milljónir frá tveimur aðilum ???? Slíkir styrkir gefa þeim fjársterka forskot og eyðileggja möguleika .. t.d fyrir bláfátækum hægrimanni með hægri hugsjónir að komast til metorða innan sjálfstæðisflokksins.

Það er bara eitt í stöðunni.... stofna annan hægri flokk á ísland sem byggir sig upp á frjálslindi .. en fyrst og fremst heiðarleika.  

Brynjar Jóhannsson, 22.4.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það að halda því fram að einhverjir frambjóðendur  hvort sem þeir eru fyrir VG eða einhverja aðra fái enga styrki í sinn prófkjörsslag er sannarlega barnaleg.t  VG hafa bara sjalnar farið í prófkjör. Þeir skipa oftast í sín sæti eins og það er nú lýðræðislegt eða hitt þó heldur en auðvitað kostar það frambjóðandann ekki mikið að láta skipa sér í sæti á lista. Það sjá flestir.

Gylfi Björgvinsson, 22.4.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: ThoR-E

Sammála Brynjari hér fyrir ofan.

Margra milljóna styrkir gefa þeim stjórnmálamönnum sem þá fá, forskot . Þeir geta auglýst meira og kynnt sig ... það eiga hinsvegar þeir sem hafa ekki mikið fé milli handana mun erfiðara með.

Að vera á þingi .. í boði útrásarvíkinganna .. eftir það hrun sem hér hefur orðið.

Maður einhvernvegin trúir bara ekki öðru en að þessir menn dauðskammist sín!

Og þeir mega það svo sannarlega!

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband