Stórhættulegir vegkaflar

Hvernig stendur á því að enginn lokar vegum sem bæði eru stórhættulegir og það sem meira er þegar hafa orðið slys. Lögregla og eða Vegagerðin ættu að loka vegköflum sem þessum á meðan versta veðrið gengur yfir. Ég hef áður bloggað um þá hugmynd að sett yrðu upp svokölluð vindskýli við avona vegkafla til að mynda Kjalarnes Hafnarfjall og Ingólfsfjall. þar sem menn til dæmis með hjólhýsi gætu beðið af sér veður. Hugmyndin var tveir steyptir veggir nokkurnskonar renna sem hægt væri að keyra í gegnum.

Ég var sjálfur á ferð á föstudagskvöld undir Ingólfsfjalli á sendibíl og fékk á hann þvílíkan hnút að ekki vantaði mikið uppá að ílla færi.

Hvet yfirvöld til að gera eitthvað í þessum málum.

 


mbl.is Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband