Stórhættulegir vegkaflar

Hvernig stendur á því að enginn lokar vegum sem bæði eru stórhættulegir og það sem meira er þegar hafa orðið slys. Lögregla og eða Vegagerðin ættu að loka vegköflum sem þessum á meðan versta veðrið gengur yfir. Ég hef áður bloggað um þá hugmynd að sett yrðu upp svokölluð vindskýli við avona vegkafla til að mynda Kjalarnes Hafnarfjall og Ingólfsfjall. þar sem menn til dæmis með hjólhýsi gætu beðið af sér veður. Hugmyndin var tveir steyptir veggir nokkurnskonar renna sem hægt væri að keyra í gegnum.

Ég var sjálfur á ferð á föstudagskvöld undir Ingólfsfjalli á sendibíl og fékk á hann þvílíkan hnút að ekki vantaði mikið uppá að ílla færi.

Hvet yfirvöld til að gera eitthvað í þessum málum.

 


mbl.is Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðþrota ráðherrar

Hörmung að horfa uppá ráðherra ríkisstjórnarinnar tjá sig um vanda heimilana í landinu en kunna ekkert ráð til að leiðrétta ástandið. Þeim dettur helst í hug að mismuna fólki. Það verður varla liðið, þjóðin hlýtur að taka til sinna ráða.
mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt úrræðaleysi og vandræðagangur.

Hvað þurfum við að bíða lengi eftir einhverjum aðgerðum fyrir heimilin og fyrirtækin. Því gefa stjórnvöld þetta ekki frá sér ef þau geta ekkert í málinu gert. Stjórnvöld eru búin að starfa í á annað hundrað daga og enn standa heimilin í björtu báli. Ekki bætir úr að ráðherrar séu með yfirlýsingar fullar af  hroka og hótunum í garð þeirra sem eru að  kalla eftir aðgerðum svo sem þeirra sem nefna að hætta að greiða af lánum. Hætta ekki flestir hvort sem er ef ekkert verður að gert? 
mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin opinberi nýjar upplýsingar

Ef ríkistjórnin heldur þessum nýju upplýsingum leyndum fyrir þjóðinni jaðrar það við kosningasvik. Uppá borðið með þessar upplýsingar og það strax. Fyrir kosningar.
mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skertur kosningaréttur

Jú ég las þetta rétt tvöfaldur munur á atkvæðavægi. Með öðrum orðum hef ég eiungis hálfan kosningarétt, atkvæðið mitt gildir aðeins hálft. Er þetta ekki mannréttindabrot?

 


mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þarf ekki styrk ef hann ætlar í prófkjör

Þetta sryrkja tal sem virðist vera orðið aðal mál kosningabaráttu vinstri manna  er voða barnalegt. Allir sem fara í prófkjör  verða að fá styrk einhverstaðar frá það er svo  augljóst  að það sjá allir sem eitthvað hugsa, nema viðkomandi sé auðmaður og geti hennt tugum miljóna í baráttuna. Hver getur gert svoleiðis óstuddur?  Vil endilega að Stjórnarflokkarnir fari nú að tala um eitthvað uppbyggilegra. Landinn á skemmtilegri  kosningabaráttu skilið.
mbl.is Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabarátta á lægsta plani

Hvað er í gangi á Stöð 2. Heitir svonalagað  frjáls fréttaflutningur?  Held að fjölmiðlarnir ættu að skammast til að reyna að vera hlutlausir og fara að flytja jákvæðar fréttir ekki bara af VG og SF. Fréttir Stöðvar 2 í kvöld voru á lægsta plani
mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúveður málflutningur Jóhönnu og Samfylkingarinnar

Því ættu kjósendur  á Íslandi að leggja trúnað á orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að Esb viðræður geti hafist í júní? Samfylkingin er búin að sitja í fyrrverandi ríkisstjórn og situr í núverandi ríkisstjórn en hefur ekkert  gert í Esb viðræðum. Er svona yfirlýsing trúverðug? Held varla.

 


mbl.is ESB-viðræður í júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Stjórnarflokkarnir veruleikafirrtir

Af hverju eru Ríkistjórnarflokkarnir að hæla sér af, sé ekki betur en þeir séu búnir að klúðra svo þessu þingi að það verði fest á spjöld sögunnar. "Öll mál í höfn segir Jóhanna". Átti þá aldrei að gera meira en þetta sem er ekki neitt? Þessi ríkisstjórn  er eins og börn í sandkassa kastandi sandi í allar áttir.
mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk sé Sjálfstæðismönnum á Alþingi

Þökk sé Sjálfstæðismönnum á Alþingi fyrir  að standa fastir fyrir flausturslegum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar. Minnihlutastjórn á ekki að geta náð fram lítið og ílla  unnum málum í gegnum þingið, allra síst breytingum á Stjórnarskrá ,,,,,,,það er ekki lýðræði.     Forsætisráðherra var í fréttum í gær að saka Sjálfstæðismenn um að troða á lýðræði. Það er nákvæmlega það sem hún sjálf er að gera með þessari fáranlegu þráhyggju. Á sama tíma standa  heimilin í landinu í björtu báli, og ekkert sést til slökkvuliðsins.
mbl.is Slegið á sáttahendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband