14.12.2008 | 12:14
Aðildarviðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB væri út úr kú. Stór hluti þjóðarinnar mundi greiða atkvæði án þess að hafa nægar upplýsingar um hvað væri verið að kjósa um, slík kosning væri marklaus og í raun móðgun við þjóðina. Að aðildarviðræðum loknum þegar það sem út úr þeim viðræðum kemur þarf að kynna það rækilega fyrir þjóðinni og síðan að kjósa um aðild að ESB. Með því móti fáum við raunverulegan vilja þjóðarinnar í þessu máli. Er það ekki það sem við viljum fá?
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála um að það þurfi víðtæka hlutlausa kynningu á evrópusambandinu, hvað það er og stendur fyrir.
Spurning hvaðan slik kynning gæti komið?
smg, 14.12.2008 kl. 12:22
Það eina sem þjóðin veit um ESB er það sem að Samfylkingin hefur matað ofan í þjóðinni. Stefna Samfylkingarinnar gagnvart ESB er mjög einföld. Evrópusambandið hefur enga galla. Allir aðrir sem að halda öðru fram hafa bara ekki vit á því sem að þeir eru að segja, jafnvel þó þeir komi frá Evrópusambandinu sjálfu.
Jóhann Pétur Pétursson, 14.12.2008 kl. 13:16
Staðreyndin mun sú að að áður en Samþykkt um innlimun liggur fyrir. Þarf væntanlegur jafningi að uppfylla skilyði Beaurok-ratana. Og að þeim uppfylltum að leggja inn umsókn því annað kæmi svo illa út fyrir þjóðir með litlar þjóðartekjur sér í lagi. Forréttina póltík einstakra einstakra ríkja ESB er ekki á borðum hjá eðalk-rötunum í Bruessel. Þess vegna finnst mér rökréttast að ákveða fyrst hvort þjóðinn vill innlimast. Ef hún vill það uppfylla skilyrðin. Umræður um aðild eru svo bara formsatriði samfara því að skila inn umsókninni. Ég er einn af þeim sem kann ekki að meta ókostina við áhrif ESS á íslensk þjóðmál sem sagt gamaldags og segji Nei. ESS er kynning sem við höfum upplifað og sjáum nú fyrir endan á.
Júlíus Björnsson, 14.12.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.