Fólk hætti að vinna sem hefur til þess rétt

Nú þegar atvinnuleysi eykst og þúsundir fólks missir vinnuna er ekki úr vegi að staldra við og skoða hvað til ráða er. Nokkuð er víst að þetta atvinnuleysi er komið til að vera næstu árin, ekkert  bendir til að úr því rætist fyrr en í fyrsta lagi árið 2011 og sennilega verður töluvert atvinnuleysi mun lengur.Í hinum ýmsu fyrirtækjum og hjá hinu opinbera er fjöldi fólks sem kominn er á eftirlaunaaldur en er samt í vinnu. Dæmi er um að fólk sé komið með eftirlaunarétt aðeins 60 ára . Þá á ég við fólk með svokallaða 95 ára reglu það er  að samanlagður starfsaldur og lífaldur nær 95 árum.Hvernig væri að allt þetta fólk hætti að vinna og gæfi ungu atvinnulausu fólki kost á þeim störfum sem mundu losna. Við vitum af fólki sem hefur góða menntun en enga vinnu. Er ekki hægt að minnka atvinnuleysi töluvert  ef þetta væri gert?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Er ekki búið að skerða svo mikið eftirlaunin að það sé ekki lifandi af þeim?

Ef fólk hættir að vinna sem er komið af miðjum aldri og plús einhver ár, er með fulla  starfsorku og ekki tilbúið að hætta... verður að vera einhversstaðar staður til að fylla upp tíman því margir verða þunglyndir og einangrast í kjölfar breytinga..

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.1.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband