6.2.2009 | 20:16
Pólitískar ofsóknir af verstu gerð
Alveg er með ólíkindum hvernig Samfylkingin gengur fram í máli Seðlabankastjórana og þó sérstaklega eins þeirra. Það er erfitt að finna þessu annað nafn en ofsóknir að verstu gerð ....pólitískar ofsóknir. Ég héllt að ég byggi í landi þar sem svoleiðis skömm viðgengist ekki enn því miður virðist svo vera. Ég skammast mín fyrir Ríkisstjórn Íslands í fyrsta sinn á minni ævi. Skammast mín fyrir landsfeður sem vinna með þessum hætti
Blæs á tal um pólitískar hreinsanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta sem þú nefnir um launalækkanir er rétt hjá þér enn kemur þessum ofsóknum ekki baun við. Það er aðferðin sem ég er að skrifa um og hún getur átt við hvern sem er hvort sem hann er hár eða lár. Svona gerir maður ekki. Enn takk fyrir Steinunn Rósa
Gylfi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 20:41
halkatla, 6.2.2009 kl. 22:19
Ahahahahaha. Það er alveg yndislegt að horfa upp á heilaþveginn átrúnað Davíðsdýrkenda. Hér fyrir nokkrum dögum voru Sjálfstæðismenn að tala um að þeir (Geir) hefðu nú beðið Dabba um að hætta en hann vildi ekki. Nú kvaka þeir hver í kapp við annann og keppast við að lýsa því yfir hvað allir séu nú vondir við hann Dabba greyið. Þetta er snilld; slær hinum danska Klovn meiraðsegja við, og er hann nú óviðjafnanlegur.
Hoagie (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:45
Jóhanna hlustar á raddir fólksins, þess vegna segir hún stjórn Seðlabankans upp. Það er langsótt að kalla þetta pólítískar ofsóknir þegar þetta hefur verið ein af meginkröfum mótmælenda sem koma úr öllum áttum.
Hitt er annað mál, að þeir eins og svo margir annarsstaðar í ríkisbatteríinu voru ráðnir pólítískt. Það þyrfti að fara í saumana á öllu draslinu til að hreinsa þjóðina af pólítískri óværu.
Kolla (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:53
Þú sem ekki þorir að skrifa undir nafni en nefnir þig Hoagie ættir að vita að enginn hefur verið að nefna heilaþvott eða neina dýrkun. Ég var aðeins að skrifa um aðferðina sem notuð er af stjórnvöldum og getur varla talist neitt annað en segir í fyrirsögn minni.
Gylfi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 23:08
Kolla ein af aðalkröfum mótmælanda var að koma ríkisstjórninni frá og þar með talinni Jóhönnu Samfylkingin axlaði ekki ábyrgð heldur situr enn og gerir sem minnst eins og áður
Gylfi Björgvinsson, 6.2.2009 kl. 23:11
Heyr Gylfi!
Neysluverðsvísutölu [OECD/ESB] verðtryggðu íslensku veðlánaverðtryggðu húsbréfanna, grunnur ofurvaxtar íslenskra lífeyrissjóða og fyrrverandi alþjóðlegs Íslensks fjármálageira er eitt af hennar stóru verkum. Það má segja hún hafi stigið í vitið.
Júlíus Björnsson, 8.2.2009 kl. 23:26
Bara að láta vita af mér. Er á lífi hehe.
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:23
það er lúft að vera á lífi Sigga mín
Gylfi Björgvinsson, 11.2.2009 kl. 23:36
"Ég skammast mín fyrir Ríkisstjórn Íslands í fyrsta sinn á minni ævi." Ritar þú.
Ég spyr þig Gylfi, er það mesta skömm sem Íslensk stjórnvöld hafa kallað yfir þjóðina sína á "þinni ævi" að reyna að byggja aftur upp traust á lykilstofnun efnahagsmála í landinu? Allir vita að það verk útheimtir að segja upp núverandi bankastjórum og bankaráði SÍ, það liggur fyrir og þarf held ég ekki að deila um.
Allt tal um pólitískar hreinsanir, af hálfu sjálfstæðismanna, varpar ljósi á þá staðreynd að þegar kemur að því að gera þessar nauðsynlegu mannabreytingar í stofnunum samfélagsins þá eru þær að stórum hluta mannaðar af sjálfstæðismönnum eftir þeirra löngu valdatíð.
Ef það er mesta skömm Íslenskra stjórnvalda að hreinsa til í SÍ þá spyr ég hvar á skalanum er stuðningurinn við Íraksstríðið, einkavæðing bankanna, pólitískar ráðningar af ýmsu tagi og frægðarferðir Ingibjargar Sólrúnar til Danmerkur og Geirs Haarde til USA bjargar íslensku efnahagslífi? Af nógu er að taka til að skammast sín fyrir af ákvörðunum og athöfnum sem m.a. voru þess valdandi að hér er allt hrunið til grunna í efnahagslegu tilliti.
Bestu kveðjur Viðar á Kaldbak.
Viðar Steinarsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 12:40
Sæll Viðar! Það sem þú nefnir er allt annað en það sem ég er að skrifa um. Ég ráðlegg þér að lesa það betur. Ég get alveg haft skoðanir á því sem þú skrifar hér en það er önnur skúffa. Í framhaldinu vil ég spyrja þig hvort þú sjálfur vildir fá starfslok á þeim nótum sem seðlabankastjórunum er sýnnt.
Hvort þeir eru sekir eða saklausir er ekki mitt eða þitt að dæma um
Gylfi Björgvinsson, 15.2.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.