3.5.2009 | 15:58
Ótrúlegt úrræðaleysi og vandræðagangur.
Hvað þurfum við að bíða lengi eftir einhverjum aðgerðum fyrir heimilin og fyrirtækin. Því gefa stjórnvöld þetta ekki frá sér ef þau geta ekkert í málinu gert. Stjórnvöld eru búin að starfa í á annað hundrað daga og enn standa heimilin í björtu báli. Ekki bætir úr að ráðherrar séu með yfirlýsingar fullar af hroka og hótunum í garð þeirra sem eru að kalla eftir aðgerðum svo sem þeirra sem nefna að hætta að greiða af lánum. Hætta ekki flestir hvort sem er ef ekkert verður að gert?
![]() |
Margir íhuga greiðsluverkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ríkisstjórn greinilega getur ekki og gerir ekki. Held að það hafi ekkert með flokka að gera. Þeir eru greinilega allir getulausir.
Ævar Rafn Kjartansson, 3.5.2009 kl. 21:40
Stundum efast ég hreinlega um að Ríkisstjórnin sé að tala um ástandið hér á Íslandi. Þau eru svo mikið úr sambandi við þjóðina og það sem er að gerast hérna.
Gylfi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.