27.5.2009 | 19:02
Ættu 20 % kannski frekar að vera 35%
Nú er Framsókn búin að leggja fyrir þingið tillögur sínar um 20 % niðurfellingu af höfuðstól húsnæðislána. Loksins kom eitthvað fram sem gæti forðað þúsundum heimila frá þroti. Einhverjir sjálfstæðismenn styðja þessa leið og vonandi einhverjir fleiri.
Skynsemin segir okkur að þetta þurfi að gera og gera það strax áður en allt er farið fjandans til. Ekki bara hjá þeim sem Ríkisstjórnarflokkunum þóknast heldur öllum. Annað væri brot á jafnræði. Hvet þingmenn til að greiða þessari þingsályktunartillögu brautargengi. Svo er spurning hvort 20 % sé nógu mikið, kannski mættu þau vera 35%. Var þetta lánasafn ekki fengið með 50% afslætti? Einhverjum findist nú alveg nóg að Ríkissjóður græddi 15% á óförum okkar.
Tillaga um niðurfellingu lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert klárlega ekki að skilja þetta mál.
Sá afsláttur, sem nýju bankarnir fá á lánasafni gömlu bankanna miðast við mat tveggja alþjóðlegra endurskoðunarskrifstofa á því hversu mikið þurfi að verðfella þessi útlánasöfn til að mæta útlánatapi vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Þar er því verið að meta hversu mikið þurfi að verðfella þessi útlánasöfn til að nýju bankarnir fari á sléttu út úr kaupunum miðað við að engir afslættir séu gefnir til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Ríkið, sem eigandi nýju bankanna hagnast því ekki neitt á þessum afsláttum nema í ljós komi á endanum að um ofmat hafi verið að ræða á afskriftaþörf vegna útlánatapa vegna þeirra, sem ekki eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum. Höfum í huga að þetta getur allt eins verið vanmat eins og ofmat.
Það er því ekkert svigrúm til að nota þessa afslætti á útlánasöfnunum til að gefa flata afslætti til allra. Þaðan af síður hagnast ríkissjóður um mismunin á flötum afslátti til allra skuldara og verðfalli þessara útlánasafna eins og þú talar hér um. Til þess þyrfti afgangurinn að innheimtast 100%.
Staðreyndin er sú að allir afslættir til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum eru hreinn viðbótakostnaður, sem lendir á nýju bönkunum og þar með eigendum þeirra, skattgreiðendum. Ef þessi tillaga framsóknarmanna verður samþykkt mun það kosta ríkissjóð og þar með skattgreiðendur hundruði milljarða króna.
Ég hef sett fram einfalt tilbúið dæmi á blogsíðu minni til að skýra þetta út. Þá færslu má sjá hér.
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862310/#comments
Einnig hef ég skrifað um þá fullyrðingu að flöt niðurfelling sé eðlileg út frá forsendubresti. Þá færslu má sjá hér.
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/862545/#comments
Að lokum hef ég tekið fyrir fullyrðingar framsóknarmanna um þetta mál á heimasíðu sinni og bent á allar blekkingarnar og rangfærslurnar þar. Þá færslu má sjá hér.
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/863214/#comments
Það væri glapræði að fara þessa leið og slíkt myndi ekki leiða til neins annars en að dýpka og lengja þá kreppu, sem við búum við í dag.
Sigurður M Grétarsson, 27.5.2009 kl. 20:27
Sigurður!
Ég er alveg ágætlega að skilja það sem ég er að segja. Tillaga Framsóknarmanna snýst um jöfnun en ekki þá mismunun sem þú ert að tala fyrir ásamt stjórnvöldum. Það að gera ekki neitt eins og stjórnvöld virðast ætla að gera mun kosta miklu meira heldur en þessi 20% niðurfelling. Og eitt að lokum þú talar um afslátt. Afslátt af hverju?
Gylfi Björgvinsson, 27.5.2009 kl. 22:28
Stjórnvöld eru að gera talsvert til að hjálpa fólki í greiðsluerfiðleikum í gegnum kreppuna. Til dæmis geta fjölskyldur með verðtryggð lán beðið um greiðslujöfnunarvísitölu og það mun strax lækka greiðslubyrðina um svipaða upphæð og 20% niðurfellingin.
Tillaga framsóknarmanna felur ekki í séer neina jöfnun eins og þú getur séð ef þú nennir að lesa miðbloggið af þeim þremur, sem ég setti tengingu á hér að ofan.
Þetta snýst ekki um að fara leið framsóknarmanna eða gera ekki neitt. Það eru einfaldlega mjög maraga aðrar aðgerðir skynsamlegri og réttlátari en þessi flata niðurfelling. Reyndar tel ég víst að það að fara leið framsóknarmanna sé verra en að gera ekki neitt vegna þess hvesu mikið sú leið eykur skuldir ríkisins. Ef þú hefðir nennt að lesa fyrsta bloggið mitt þá sýnir það hvernig það eru aðeins þeir betur settu, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum, sem hagnast á leið framsóknarmanna. Hinir verr settu hagnast ekkert á henni en lenda í því, sem skattgreiðendur að fjármagna niðurfellinguna til hinna betur settu. Hagur þeirra verst settu mun því versna verði þessi leið farin.
Það felsts ekki nein jöfnun í því að færa fé frá hinum verst settu til hinna betur settu eins og raunun mun verða ef flata niðurfellingaleiðin er farin. Það fellst heldur ekki nein jöfnun í því að gefa eftir jafnt yfir línuna af húsnæðísskuldum hvort, sem menn keyptu sína íbúð fyrir íbúðaverðbóluna eða í henni miðri. Með öðrum orðum þá er þessi hugmynd framsóknarmana eihver fáránlegasta hugmynd, sem komið hefur fram á pólistískum vettvangi í langan tíma. Hugmyndir Borgarahreyfingarinnar og Hagsmunasamtaka heimilanna eru í raun sama hugmyndin og eru því jafn fáránlegar.
Sigurður M Grétarsson, 28.5.2009 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.