Við tókum ekki þessi lán

Er ekki ótrúlegt að Forsætisráðherra skuli leifa sér að tala þannig.  Stjórnvöld eru búin með sínu aðgerðaleysi að hækka  lánin okkar um miljónir. Þannig stendur á erfiðleikum vegna þeirra. Við tókum ekki þessi lán sem þau standa í í dag, Við tókum lán sem var mörgum miljónum minna og þær miljónir  viljum við og getum borgað.
mbl.is Niðurfelling þýðir kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Nákvæmlega.

ThoR-E, 3.6.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrri hluta ársins 2008 létu stjórnmálamenn hjá líða að aftengja verðtrygginguna þrátt fyrir að fjárglæframenn bankanna spiluðu á hækkun hennar til að fegra efnahagsreikninginn með því að fella gengið á glæpsamlegan hátt.

Í 6.október settu þessir sömu stjórnmálamenn neyðarlög sem hafa komið Íslendingum í mestu ógöngur seinni tíma, án þess að aftengja verðtrygginguna, sem hefði getað hlíft heimilum og fyrirtækum við versta högginu.

Í febrúar 2009 tók við ný ríkisstjórn sem hafði það eina markmið að slá "skjaldborg" um heimili og fyrirtæki svo þau soguðust ekki inní hringiðu eignaleysis.  Þessi ríkisstjórn sá enga ástæðu til að hrófla við þeim bölvaldi sem verðtryggingin hefur verið.

Núna beitir velferðastjórnin sem sveikst um að slá "skjaldborg" um heimilin sömu aðferðum og bankarnir gerðu 2008, þ.e. spilar á verðtrygginguna til að bæta efnahagsreikning bankanna.  Velferðastjórnin nýtir sér verðbólguna til að hækka höfuðstól lána.

Jóhanna var ráðherra í öllum ríkisstjórnum þessa tímabils og forsætisráðherra tveggja ríkisstjórna.  Er ekki kominn tími til að blása á biðukolluna?

Magnús Sigurðsson, 3.6.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Svo er þeim ekki hjálpað sem hafa ekki getað ná að borga af öllu sl mánuði, en þrælað sér út næstum sólarhringinn.  Þvílík blekking þetta þjóðfélag.

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.6.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland er eina landið í heiminum sem miðar breytilega vexti húsnæðislána miðað við neysluvísutölu, sem aðrar þjóðir miða við þegar um skammtíma lán vegna neyslu eða væntinga er að ræða.

Tyrkland miðar breytilega vexti við launavístölu.

Flestar aðrar siðmenntaðar þjóðir miða breytilega vexti íbúðalána almennings [Mortgage loans] miðað við fasteignaveðsvísitölu. Það er þróun fasteignaverðs á svæðinu eða landinu eða ríkinu.

Allar þessa vísitölur mynda feril á 30 árum sem skilar að meðaltali sömu ávöxtun.

Hinsvegar þarf neyslu og fasteignaverðshækkanirn ekki að fylgjast að öll 30 árin.

Oft kemur upp sú staða að þegar neysluverð hækkar minnkar kaupmáttur og eftirspurn eftir húsnæði minnkar þá þykir eðlilegt utan Íslends að fasteignaveðsvísitala lækki og þar með vextir íbúðalána.   

Það að ljúga að Íslendingum að vera ekki eins og aðrar hvað varðar forsendur verðtryggingar skipti ekki máli er glæpur.

80-100% lána almennings í heiminum eru Mortgage loans langtíma fasteignatryggð íbúðalán.

80-100% lána annara aðila eru skammtíma áhættu eða neyslutryggð.

Meðalvextir eru sömu [svipaðir] á 30 árum en ferilinn sveiflast mikið meira upp og niður hvað varðar áhættu lánin. 

Hér gildir að hafa þrjá Banka  í okursamkeppni. Íslenska trikkið er að nota sveiflutrygginguna eða óstöðuleika vísitöluna á íbúðalánin [þ.e. neyslu í veðs]  þá ruglast landinn í ríminu á erfiðar með að gera áætlanir [Samborið við þá annarstaðar í heiminum], og lendir oftar en ekki í tímabundum greiðslu erfiðleikum. Snilld 20% aukin lánskostur birtist í formi yfirdráttar og skammtíma lána.

Hér er allt eins og Forsætisráðherrann öfugt við það sem gerist annarsstaðar. Við líkjumst helst Tyrkjum hvað varðar vísitölu til að miða við verðtryggingu.

Júlíus Björnsson, 6.6.2009 kl. 00:48

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góður pistill hjá þér Júlíus eins og við var að búast .

Þetta er svo rétt og er  raunveruleikinn. í dag  Ég hef lengi verið að skrifa um að lánin okkar ættu að vera tengd fasteignaverði það er  í alla staði eðlilegt og það segir sig sjálft þegar svona hrun verður er öll önnur tenging óeðlileg og ósanngjörn. Einhver sagði að Ríkissjóður og þar af leiðandi stjórnvöld séu  farinn að haga sér verr heldur en útrásarfyrirtækin gerðu á sínum tíma. Við viljum ekki meira af svoleiðis vittleysu.

Gylfi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem segjast vilja afnema verðtrygginguna, hafa ekki hundsvit á vaxtamálum og litla viðskiptagreind. Þetta er ekki spurning að að rífa veðið. Það sem tryggir verðmæti íbúðarláns á alþjóðamælikvarða er fasteingin sem lögð er að veði. Þess vegna er eðlilegt að miða breytilega [fasta] vexti [vaxtaformúlu] við breytingar á verðmæti veðsins. Til þess er haldið um meðalverð allra seldra íbúða til búsetu [ekki fasteignverð almennt] og meðtöl hvers mánaðar er grunnur fasteignveðsverðtryggingavísitalna. þessir  Mortgage vextir fara lækkandi í GB og USA. EF mig minnir rétt þá voru þeir um 7% fyrir Íslenska hrunið í GB en eru nú í 5%. 

Júlíus Björnsson, 6.6.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband