Gleðilegt nýtt ár

Kæru bloggvinir og aðrir  sem kíkja inná bloggið mitt. Óska ykkur öllum gleðilegs  nýs árs og farsældar á því nýja. Þakka samskiptin á þessum vettvangi sem hefur verið bæði skemmtilegur og málefnalegur með von um að svo verði áfram 

Velkominn til Íslands

Komdu fagnandi Jón Gerald og vertu velkominn
mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarviðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB væri út úr kú. Stór hluti þjóðarinnar mundi greiða atkvæði án þess að hafa nægar upplýsingar um hvað væri verið að kjósa um, slík kosning væri marklaus og í raun móðgun við þjóðina. Að aðildarviðræðum loknum þegar það sem út úr þeim viðræðum kemur þarf að kynna það rækilega fyrir þjóðinni og síðan að kjósa um aðild að ESB. Með því móti fáum við raunverulegan vilja þjóðarinnar í þessu máli. Er það ekki það sem við viljum fá?


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna fór restin af trúnni á Utanríkisráðherrann

Nei nú  er ég orðlaus. þvílík veruleika fyrring býr þetta fólk í sama landi og ég, held þarna hafi farið restin af því litla áliti sem ég hafði  þó á Utanríkisráðherranum okkar
mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum að hefja aðildarviðræður sem fyrst

Augljóslega erum við velkomin með umsókn inn í ESB þó merkilegt sé miðað við hvað við erum ílla á vegi stödd. Sýnist að þessi Olli Rehn sé hinn vinveittasti  í okkar garð af þeim sem hafa tjáð sig um okkar mál. Þess vegna verðum við að hefja aðildarviðrædur sem allra fyrst og í framhaldi af þeim þjóðaratkvæðagreiðslu
mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á almenningur fyrir þessu?

Eru engin takmörk fyrir því hvað ríkisstjórnin ætlar að pína okkur. Hvar eru þolrifin? Hvenær hættir fólk þessu bara og flytur úr landi? Hvað getur þessi ríkistjórn gert er þetta það eina sem þeim dettur í hug? Sjá þeir ekki að með sama áfranhaldi eru þeir að setja allt á hliðina hér á þessu skeri og hver borgar þá þegar almenningur er komin í þrot og getur ekki meir, er fluttur af landi brott eða eitthvað þaðan af verra. Ríkisstjórnin verður að fara að koma með eitthvað uppbyggilegt í stað þess að rífa allt í tætlur
mbl.is Blóðug fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er siðferðið

Hvað í ósköpunum er þarna á ferð. Þetta hljómar ekki vel allavega

 

 


mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisveðar tillögur VG

Það kom loksins að því að mér litist á eitthvað sem kemur frá VG. Gallinn við þessar tillögur er að þeir nefna ekkert hvar þakið á að vera og hversu hátt, við skulum ekki gleyma  því að það er búin að vera mikil verðbólga  í heillt ár og lánin okkar hafa hækkað allan þann tíma um einhverjar millur í mörgu tilvikum.

Allavega eru þessar tillögur mjög athyglisverðar

 


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú líkar mér Geir

Já loksins kom að því ......... ég fagna innilega þessari stefnubreytingu hjá Forsætisráðherra reyndar kemur þetta svolítið seint hefði viljað vera að skrifa þetta fyrir svo sem 10 árum   og þá hefðum við heldur ekki verið á hnjánum  eins og núna, erum við kannski farin að skríða frekar en að vera á hnjánum. Enn aðalatriðið er að hefja viðræður og það sem fyrst  og eins og Geir segir  passa uppá okkar hagsuni

 


mbl.is Aðildarviðræður koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokkkóngur fallinn frá

Haldinn er á vit feðra sinna þessi eini sanni rokkkóngur okkar íslendinga. Ég held að fáir eða sennilega engir hafi gert tónlist jafnmikil og góð skil eins og Rúnar Júlíusson. Hann var með þetta í sálinni sinni og hjartanu hann miðlaði því til okkar og leifði okkur að njóta hæfileika sinna um áratuga skeið.

Á menningarnótt sl eða kannski réttara sagt kvöld var Rúnar  að árita safnplötu sína í Ráðhúsi Reykjavíkur enn þar var einmitt einhverskonar Keflavíkur sýning. Þar settist ég hjá Rúnari og spurði hann um hluti sem ég vissi að hann hafði á hreinu og mig hafði lengi langað að vita. Við áttum saman mikið og gott spjall sem mér þykir vænnt um

Rúnar Júlíusson skilur eftir sig stórt skarð í samfélagi okkar en stórt safn tónlistar sem mun lifa og halda áfram að miðla okkur gleði um ókomna tíð

Fjölskyldu Rúnars Júl votta ég samúð mína


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband