Gagnrýnendur

Ég hef verið að velta fyrir mér gagnrýni af ýmsu tagi. Til eru stéttir sem nefnast gagnrýnendur  þá á ég við listgagnrýnendur bókagagnrýnendur, leikhúsgagnrýnendur og kvikmyndagagnrýnendur  svo eitthvað sé nefnd. Allar þessar stéttir hafa það sameiginlegt að hafa leyfi til að rífa niður  eða upphefja verk annara, þó finnst mér oftar sem þær stundi niðurrif heldur en upprif. Hvernig má það vera að einhverjar stéttir hafi af því atvinnu að rífa niður verk annara stétta byrta um þær dóma í dagblöðum og það sem verst er hafa oft á tíðum afar sérstakan smekk fyrir það sem fjallað er um, þ.e. skorta fagmennsku.Við vitum  að fólk er misjafnlega móttækilegt fyrir gagnrýni og dæmi um að listamenn hafi farið verulega í mínus við lélega dóma. Ef slíkt gerist er einfaldlega verið að taka listamanninn af lífi.Hefur einhver stétt virkilega leyfi til að haga sér með þeim hætti að þeirra persónulegu skoðanir á list taki listamenn af lífi, hefur einhver virkilega leyfi til að skrifa í blöðin að ég sé lélegur málari (ef ég væri málari) Ef einhver skrifaði í blöðin og segði að ég væri lélegur  húsasmiður, þá gæti ég lögsótt viðkomandi fyrir meiðyrði.Fyrst stétt gagnrýnanda er til því eru verk annara þá ekki gagnrýnd s.s. verk  arkitekta, verkfræðinga, iðnaðarmanna svo eitthvað sé nefnt.Gagnrýnendur verða líka að gera sér grein fyrir hversu mikið  ofurvald þeir hafa og gæta þess að rífa ekki niður það sem aðrir eru að gera, og passa að þeirra persónulegu skoðanir á viðkomandi listamanni hafi ekki áhrif á dóma um verk þeirra.

Hækkun Húsnæðislána hrein eignaupptaka

Næsum á hverjum degi má lesa um í blöðum og á fréttavefum hvað verðbólgan er að hækka lánin okkar, húsnæðislánin,  lánin eru vísitölutryggð og hækka  og hækka á meðan íbúðaverð stendur í stað og í einhverjum  tilfellum  lækkar. Þetta er að sjálfsögðu þróun  sem gengur ekki  og er hrein eignaupptaka. Ég mundi telja eðlilegra að vísitala þessara lána væri bundin  viðfangsefninu og engu öðru, ef húsnæðisverð hækkar þá hækka lánin  líka og öfugt. Það er svo fullkomnlega óeðlilegt að lánin hækki þegar  kreppir að í þjóðfélaginu og allir hafa minna  á milli handa. Slíkt  gengur bara ekki.Annars ætti kannski að afnema með öllu verðtryggingu á lánum. En aðalatriðið er að lántakan sé bundin  viðfangsefninu en ekki einhverju sem kemur henni hreint ekki við

Öryggisráðið

Var að lesa í blöðunum að ef  Ísland næði kjöri í Öryggisráðinu þá séu einhverjar vangavelltur uppi um að það yrði Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra sem hlyti það embætti.Voðalega hlýtur að vera mikil þröngsýni í gangi á stjórnarheimilinu ef þetta er raunin. Vita ráðamenn þjóðarinnar virkilega ekki af öllu því menntaða og hæfileikaríka fólki sem þessi þjóð getur verið stollt af og sómuðu sér vel í embætti út í heimi þar sem krafist er hæfni og þekkingar. Þurfa stjórnvöld endalaust að setja gamla pólitíkusa í svona embætti, fullorðið fólk sem jafnvel er búið að mála sig út í horn hér heima og eiga enga framtíð lengur í íslenskri pólitík. Við þekkjum  fjölda slíkra dæma á undangengnum árum.Er ekki mál að linni. Ég vil skora á stjórnvöld að skipa í þetta embætti ef til þess kemur vel menntaða og hæfileikaríka manneskju, við eigum  nóg af slíku fólki.

Slúskuð Slysó

Í gær var ég svo óheppinn að meiða mig  sem er nú ekkert alvarlegt, klemmdi hendina svolítið en nóg til þess að hún stokkbólgnaði með miklum verkjum. Ég sá undir kvöld að ekki yrði umflúin  ferð á Slysó sem ég og gerði, við komum þarna kl 18.00 og biðum í tvo klukkutíma áður en röðin kom að mér.Slysadeildin er orðin voða slúskuð, húsnæðið og ekki síður húsgögnin eru í slæmu ástandi og í raun til skammar að bjóða fólki sem hefur slasað sig uppá að sitja í þessum brotnu JÁRNSTÓLUM í heila tvo klukkutíma. Meðan  við sátum þarna voru margir að kvarta yfir biðinni og einn sem var með blóðuga augabrún nennti ekki að bíða lengur og fór. Er öll þessi bið virkilega út af vanmönnun eða hvað er í gangi þarna? Þegar inn var komið tók við meiri bið þó ekki meir en kannski eðlilegt getur talist. Þegar svo kom til mín læknir þá var hún  mjög fagleg og elskuleg og ekkert nema gott um þann lið að segja. Hún  sendi mig í myndatöku sem gekk hratt fyrir sig og talaði svo við mig aftur af sömu fagmennskunni og áður.Þegar heimsókninni á Slysó lauk var kl 20.54 hafði tekið tvo tíma og fimtíu og fjórar mínótur. Mér finnst þetta vera of langur tími. Ég veit líka að starfsfólkið þarna er undir þvílíku álagi en vinnur sitt verk af trú og fagmennsku. Þökk sé þeim.Hendin var óbrotin en læknirinn sagði að ég skyldi hvíla hana í heila viku

Haustljóð

Sá áðan að Esjan okkar  var farin að grána á toppnum og þessvegna ekki úr vegi að láta smá haustljóð hérna   

Haustið heilsar laufin falla

hrýmar foldin nóttum á.

Vetur kóngur er að kalla

klínir snæ á fjöllin blá.

Gylfi Björgvinsson


Meira af Bændum og Lambakjötinu

Afurðastöðvar hafa verið reknar víðsvegar um landsbyggðina, í sumum tilfellum margar í sömu sýslu.  Á undanförnum áratugum hefur þeim fækkað jafnt og þétt þær stækkaðar og gerðar betur búnar tækjum  en áður var. Allt  er  þetta gert í nafni hagræðingar og  í sumum tilfellum í nafni gæðastaðla ættaða erlendis frá.

Nú skyldi maður ætla að miklar framfarir hafi orðið í gæðum afurða og ekki síst í verði afurða miðað við alla þessa hagræðingu sem við höfum orðið vitni af.

Við getum afgreitt verðið strax, það hefur sennilega aldrei verið hærra.

Lambakjötið hefur nánast ekkert breytst í mínu minni. Það er hlutað niður á sama hátt og áður auglýst í sömu flokkum og áður ekkert hefur breytst í þessu. Þegar ég sem neitandi  fer út í búð og ætla að kaupa mér lambalæri, þá verð ég enn að kaupa lærið frosið pakkað í plast með hækli og fullt af fitu sem hangir utaná og telst varla mannamatur allt þetta er selt með, ef einhver metnaður væri lagður í vinnsluna væri  allt þetta skorið frá og svo mundi líka vera uppl um hvaða meðferð lærið hefur fengið þar sem það liggur frosið í búðinni, engar slíkar upplýsingar er að finna á umbúðunum, enda er það kannski ekki von, vegna þess að búið er að vinna skemdarverk á þessu læri. Vinnslustöðvarnar  frysta nefninlega lambakjötið alltof snemma. Lambakjötið þarf að fá að hanga og  drepast almennilega áður en það er fryst, ef það er fryst of snemma  er einfaldlega of mikill vökvi í kjötinu sem sprengir alla vöðva  við það  verður  kjötið seigt og nær ekki nauðsynlegri meirnun.

Ég sé fyrir mér að bændur hverfi aftur til þess tíma þegar sláturhús  var  næstum í hverri sveit reki þau sjálfir og afli sér sjálfir markaða, þannig verður til alvöru metnaður í vinnslu þessara afurða. Bændur vita  manna best hvernig á að vinna lambakjöt og þeim treysti ég líka best til að setja  íslengst lambakjöt  uppá .þann stall sem því sæmir.


Verða bændur til eftir 30 til 40 ár

Í gegnum aldir  voru íslenskir  bændur burðarás í íslensku samfélagi ráku sín bú með miklum ágætum, veittu fullt af fólki vinnu beint og óbeint, byggðu og græddu byggð sem óbyggðir. Langt fram á síðustu öld var landbúnaðurinn sjálfbær atvinnugrein það er hann var rekinn án strykja frá opinberum aðilum. Á þeim tíma höfðu bændur  fullt af fólki í vinnu svokölluð vinnuhjú, ekki var óalgengt að á hverjum sveitabæ væri á annan tug vinnandi fólks. Þetta var á þeim tíma sem landbúnaðurinn var án ríkisstyrkja. Fólk hafði kanski ekki nein  ofurlaun en nóg fyrir sig og sína  í flestum tilfellum. Í mörgum öðrum atvinnugreinum hafði fólk heldur ekkert of mikið til að lifa af. Ég leyfi mér að efast um að bændur hafi lifað við kröppustu kjörin í landinu á þeim tíma.Í dag á tímum  búvörusamninga, niðurgreiðslukerfa og  ríkisstyrkja eru bændur sívælandi um lélega afkomu. “miklir erfiðleikar framundan, “  segja sauðfjárbændur. Kúabændur hafa líka borið sig ílla. Hvert stefnir þessi landbúnaður? Hvert stefna byggðir landsins? Hvað ætla  íslenskir bændur að gera?Ætla bændur  að halda áfram að væla um lélega afkomu, gráta utaní ríkisvaldinu um úrelltan búvörusamning eða ætla þeir að bretta upp ermar og vera til eftir  svo sem 30 til 40 ár. Já ég segi og skrifa  VERA TIL. Það er nefninlega ekki spurning hvort heldur hvenær ríkisvaldið hættir að niðurgreiða landbúnaðarvörur. Ef staðan er svona slæm í dag, hvernig verður hún þá eftir að engrar niðurgreiðslu nýtur við.Íslenskir bændur verða að fara að hugsa hvernig þeir ætla að bregðast við þeim breytingum. Þá verða bændur nefninlega að framleiða sínar vörur  á verði sem einhver vill kaupa þær á eins og reyndar önnur fyrirtæki í landinu gera í dag. Ef bændur geta það  ekki ...... ja þá verða þeir ekki til  eftir 30 til 40 ár og jafnvel miklu fyrr.Þessar staðreyndir blasa viðVið viljum  að íslenskur landbúnaður sé til  svo mikið er víst. Við viljum að hann sé sjálfbær atvinnugrein og við viljum  líka að landbúnaðarvörur séu á verði sem einhver kaupir þær á. Allt þetta blasir líka við. Íslenskir bændur geta hagrætt það er vitað, þeir geta til að mynda gert búin að hagstæðari stærð, þannig nýtist vélakostur, mannafli og ræktað land  betur og margt fleira, það er ekki eðlilegt að bú jafnvel undir meðalbúi sé með vélakost sem gagnast mundi helmingi stærra búi til dæmis.  

Hljóðmanir úr grjóti magna hljóð

Á Völlunum í Hafnarfirði eru bæði umferðaeyjar og hljóðmanir  gerðar úr grjóti. Grjóti sem er svo gróft að venjulegir bílar myndu stórskemmast ef keyrt væri út fyrir kanntstein. Auðvitað eiga bílar að halda sig við akbrautina enn vissulega geta komið upp þær aðstæður að bíll lendi utan kanntsteins og þá er næsta víst að um stórskemmd á viðkomandi bíl er að ræða. Ég hef mikið vellt þessum eyjum og hljóðmönum fyrir mér og reynt að finna út ástæðu fyrir því að þetta er gert úr svo grófu grjóti, en hef ekki fundið neina skynsamlega ástæðu, ekki er þetta fagurt heldu fremur óhrjárlegt ásýndar og kuldalegt að auki. Hljóðmanirnar gera minna en ekki neitt sem hljóðmön. Grjót er hljóðbært og magnar hljóð fremur en að draga úr því. Minnumst til að mynda texta í gömlu ljóði þar sem segir að “fjöllin undir taka”  þar er átt við  endurkast frá klettum og grjóti. Það sama á við um þesar hljóðmanir þær virðast magna hljóð. Það finnur maður  glöggt ef genginn  er göngustígurinn að baki henni.

Skora á bæjaryfirvöld að skoða þetta


Til hamingju Reykjvíkingar

Óska Hönnu Birnu til hamingju með embættið og býð hana velkomna til starfa sem Borgarstjóri. Veit að hún hefur traustan mann sér við hlið. Vona að nú verði loksins hægt að fara að stjórna borginni og sá vandræðagangur sem ríkt hefur sé á enda. Held þetta hafi verið skársti kosturinn í stöðunni.

Stjórnlaus Höfuðborg

Samkvæmt nýrri könnun nýtur Borgarstjórinn í Reykjavík innan við tveggja prósennta fylgis borgarbúa. Ekki er það gott, þetta fylgi er innan skekkjumarka þannig að vel er hægt að heimfæra að hann mundi als ekki vera í borgarstjórn  ef kosið yrði nú. Þýðir þetta ekki í raun að borgin sé stjórnlaus  allavega hefur það sem komið hefur frá Borgarstjórn og þá sérstaklega Borgarstjóranum síðustu daga verið svo mikið út úr kú að svo sannarlega bendir það til stjórnleysis. Ég hef vissa samúð með Reykvíkingum að þurfa að sætta sig við þetta ástand

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband