27.7.2008 | 11:25
Ótrúlegt aðgerðaleysi stjórnvalda
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 12:21
Harmleikurinn í Esjunni
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2008 | 12:41
Skrímslið í Austurríki
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2008 | 18:06
Meira af vegskálunum
Dægurmál | Breytt 24.7.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2008 | 19:58
Dýrir og sóðalegir vegskálar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 20:57
Góður drengur fallinn frá
Eftir hörmulegt slys á fjöllum norður í landi liggur í valnum drengur góður Flosi Ólafsson múrarameistari, látinn langt um aldur fram. Flosa kynntist ég ungur að aldri sem besta vin bróður míns.
Um leið og ég minnist þessa góða drengs vil ég vekja athygli á hættum sem fylgja opnum eldstæðum í loftlitlu rými. Allur opinn eldur þar með talið kertaljós þarf súrefni til að geta logað. Allur bruni gengur á súrefnismagn sem til staðar er í hverju rými, ef engin loftun er getur súrefnið klárast og rýmið orðið dauðagildra.
Ég þekki nokkur dæmi þar sem fólk hefur verið komið í hættuástand vegna þessa en sem betur fer áttað sig á því í tæka tíð. Það fólk hafði fyrir tilviljun orðið áskynja af ástandinu í öllum tilvikum.
Ég Þakka Flosa samfylgdina, góðu ráðin hans og hjálpsemina sem hann var óspar á. Ég votta eiginkonu hans strákunum og öðrum ástvinum samúð mína
Dægurmál | Breytt 5.4.2008 kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 10:02
Vindskýli við þjóðveg 1
Ég hef verið að velta fyrir mér öllum þeim óhöppum sem orðið hafa á þjóðvegi 1 undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flest þessara óhappa eru sökum hvassviðris sem er með ólíkindum á þessum stöðum og virðist offtar enn ekki koma fólki í opna skjöldu sem er að sumu leiti eðlilegt vegna þess að þarna getur verið þvílíkt hvassviðri þó logn sé til að mynda í Reykjavík.
Ég hef verið að skoða hvort ekki væri upplagt að gera einhverskonar vindskýli á þessum slóðum. Hægt væri að hugsa svo sem 100 til 200 metra langa rennu sem samanstæði af tveim veggjum og jafnvel þak yfir þar sem bílstjórar gætu keyrt með sín hjólhýsi inn og beðið af sér veður nokkuð öruggir með að fjúka ekki á haf út. Svona skýli ætti nú varla að þurfa að kosta mikið miðað við allann þann kosnað sem orðið hefur og verður á bílum og tengivögnum ár hvert
Ég við skora á Vegagerðina að skoða einhverja slíka lausn .
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 09:48
Kominn aftur
Jæja nú er ég kominn aftur eftir dálítið hlé. Á þessu hléi er skýring og hún er sú að við höfum staðið í húsbyggingu og kappi við að komast inn sem nú er að baki, vonandi verð ég duglegri að blogga nú þegar ég er kominn í gang aftur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 10:01
Sömu Ríkisstjórn áfram
Nú þegar stjórnmálaflokkarnir hafa fengið sinn dóm okkar kjósenda er niðurstaðan afar spennandi. Ótvíræður sigurvegari þessara kosninga er Sjálfstæðisflokkurinn og þar á eftir Ríkisstjórnin síðan VG. Samfylkingin tapaði og menn skyldu ekki vanmeta það tap. Flokkur í stjórnarandstöðu með pálmann í höndunbum hefði átt að bæta verulega við sig. Þess í stað töpuðu þeir verulega og fengu skýr skilaboð frá þjóðinni, skilaboð sem aðeins er hægt að skilja á einn veg. verið áfram í stjórnarandstöðu Framsóknarflokkurinn tapaði verulega illa og það er áhyggjuefni fyrir hann. Enn eftir stendur kaldur veruleikinn. Þjóðin kaus sömu stjórn og hefur stjórnað hér í þrjú kjörtímabil til að stjórna þessu landi áfram með öðrum orðum Ríkisstjórnin héllt velli. Framsóknarflokkurinn sem tapaði svo miklu fylgi á að halda áfram í stjórn eins og þjóðin kaus þessa flokka til að gera, ef hann hrökklaðist frá væri hann að bregðast því trausti sem þjóðin sýndi honum. Eins og oft áður þá er Framsókn löskuð enn heldur samt reisn og sannar enn og aftur að þeir eru kjölfesta í stjórn þessa lands.
Nú þurfa þessir flokkar að bretta upp ermarnar og stokka upp svo að í vikulokin verði komin stjórn sem samanstendur af hæfu og glæsilegu fólki.
Sömu stjórn áfram ekki spurning
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 19:58
Berum virðingu fyrir verðandi Landsfeðrum
Nú þegar styttist í að landsmenn gangi til kosninga og kjósi sér landsfeður til næstu fjögra ára, gerast ótrúlegustu menn og konur mjög pólitísk. Jafnvel rólegasta fólkið sem maður umgengst dag frá degi situr nú rauðþrútið í framan af æsingi við að tjá ágæti síns stjórnmála afls. Allt þetta er nú bara gaman og eðlilegt og það sem er best af öllu gefur lífinu smá lit, brýtur upp hversdagsleikann og dagarnir verða fyrir vikið skemmtilegri.
Stjórnmálamennirnir okkar sem keppa um að ná hylli fólksins í landinu eru líka margir skemmtilegir og flestir málefnalegir líka í sínum framkomum.
Allt það er líka gaman.
Enn það eru þeir ekki sem standa sig að því að beyta óheiðarleika og ósannindum í sinni baráttu. Það hefur nefninlega margur maðurinn reynnt og ekki haft erindi sem erfiði. Gamall maður sagði eitt sinn við okkur unglingana sem við vorum þá " að engin lygi er betri enn sannleikurinn sama hversu góð lygin er... sanneikurinn er alltaf betri"
Enn svo verðum við líka að bera virðingu fyrir þessum mönnum og konum sem eru að bjóðast til að verða lndsfeður okkar. Við megum ekki bera á þessar persónur dyglur eða ósannindi heldur láta þau njóta sannmælis því allir sem bjóða sig fram hafa eitthvað til síns máls. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því sem þeir hafa fram að færa. Svo tjáum við skoðanir okkar af heillindum og heiðarleika
Kjósum hæft fólk til að stjórna þessu landi 12 mai
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)