Ótrúlegt aðgerðaleysi stjórnvalda

Nú þegar olíuverðið er orðið svo hátt að það telst vera lúxus að fara í sunnudagsbíltúr þá er löngu orðið tímabært að Ríkisvaldið vakni af sínum þyrnirósarsvefni og rausi um að einhverra aðgerða sé að vænta, aðgerða sem ekki líta dagsins ljós, og allt að fara fjandans til, þá hlýtur alenningur í landinu að fara að íhuga einhver ráð til að koma  landsfeðrunum til meðvitundar. Vörubílstjórarnir  reyndu enn voru barðir og eigur þeirra skemmdar svo varla er vona að fleiri reyni slíkar aðferðir.Það er ekki bara olíuverðið sem er að keyra okkur um koll það er verðbólgan líka lánin okkar hækka og hækka sama hvað við erum  sparsöm og eyðum litlu þau hækka samt og það ekkert lítið dag hvern. Verðtryggingin  er fáránleg og verður að hverfa það er ekki sanngjarnt að lán sem eru tekin  fyrir fjölda ára hækki og hækki vegna óstjórnar og aðhaldsleysi  landsfeðra nútímans, þetta er algjör bilun eins og þetta er í dag.Ef ég mætti koma með uppástungu varðandi eldsneitið þá vildi ég sjá tolla og aðflutningsgjöld  algjörlega afnumin af rafmagnsbílum litlum rafmagnsbílum sem við gætum keypt okkur og notað innanbæjar.

Harmleikurinn í Esjunni

Vegna  skrifa um leit í Esjunni í gær og dag vil ég hvetja alla sem hafa bloggað um þetta í hæðnistón eða notað orðalag sem ekki er viðeigandi  að fjarlæga sitt blogg  dæmi er um að sumir séu þegar búnir að gera það  munið að þetta er  harmleikur  

Skrímslið í Austurríki

Ótrúlegt enn satt  er það fyrsta sem manni dettur í hug  þegar  ég horfði á þátt sem Sjónvarpið sýndi í gærkvöldi um skrímslið í Austurríki. Ég var andvaka framá nótt svo mjög hafði þetta sál mína í klemmu. Það er svo margt sem maður skilur ekki í svona  máli og spyr sjálfan sig. Hvernig er þetta hægt, kannski svaraði lögreglumaður  þarna í þættinum því að sumu leiti, hann sagði “að fjölskyldufaðirinn væri .það sem kallað er næstum fullkominn glæpamaður”  En hugsum  aðeins dýpra í málið. Karlinn var einhver ár að innrétta dýflissuna og það sem maður hefur séð af henni er hellings verk að vinna það þekki ég sem iðnaðarmaður. Skrítið að enginn hafi viljað skoða hvað hann var að gera þessi ár eða þennan tíma, enginn þykist hafa vitað af þessu rými fyrr en nú. Bara þetta gerir mig tortrygginn á til dæmis eiginkonu hans, hana hlýtur að hafa grunað eða hefur hreinlega vitað af þessu. Við mundum ekki láta maka okkar vinna árum saman í kjallaranum  heima hjá okkur og vilja ekki skoða hvað hann væri að gera, við mundum ekki sitja hjá ef eitt barnið okkar hyrfi sporlaust einn daginn, við mundum ekki láta maka okkar réttlæta veru þriggja barna á tröppunum hjá okkur einn daginn við mundum vilja vita meira, við mundum ekki sætta okkur við að maki okkar væri að heiman nótt eftir nótt án útskýringa sem eitthvert vit væri í, við mundum ekki horfa á maka okkar bera heim mat og aðrar naussynjar  í sjö manna fjölskyldu árum saman án þess að skoða málið.Það er bara svo margt  og svo margt sem segir okkur að hann hafi ekki verið sá eini sem  vissi þetta.Fyrst  karlinn  var svona mikill viðbjóður hvað þá með hin börnin hans hefur hann þá ekki níðst á þeim  líka, liggur það ekki í augum uppi að svo hefur verið. Eiginkonan hlýtur að vera sek ekkert fær mig til að trúa öðru  Hilming er líka saknæm. Sorglegt ef karlinn verður svo ekki einusinni dæmdur sökum  geðveiki.

Meira af vegskálunum

Svo ég haldi nú áfram að láta gamminn geysa um ferðir út á land  þá tókum við suðurlandið um síðustu helgi. Við ætluðum að fara á gamlar sæluslóðir og eyða þar helginni, sá staður eru Seljavellir undir Eyjafjöllum þar er sundlaug byggð  einhverntíman á milli 1990 og 2000 og heitur pottur,  þarna er mjög gott að vera og ekki spillir að hafa sundlaug og heitan pott í göngufæri frá tjaldstæðinu. Við ókum sem leið lá með okkar tjaldvagn í eftirdragi austur undir fjöll. Þegar komið var að Seljavöllum var þar ekkert tjaldstæði lengur sundlaugin og heiti potturinn tómur og allt svæðið í fremur eyðilegu ástandi skil ekki alveg hvað er þarna í gangi vegna þess að þegar við höfum verið þarna hefur verið góð aðsókn og sömuleiðis góð aðstaða til  útilegu.   Enn við hrökkluðumst í burtu og gistum  að Skógum það var  allt í lagi pínu  dýrt 1400 kr  og ekkert innifalið þurftum að borga sérstaklega fyrir sturtuna  til dæmis .Ókum til Víkur  og fengum  okkur að borða þarna í Grillinu sá ég nokkuð sem ég hef aldrei áður séð nefninlega  Hamborgari með spældu ekki  ofaná og sagður með remolaði. Fórum  áfram  alveg austur í Lón og til baka  tókum  okkur upp á Skógum  og fórum  í Þjórsárdalinn á tjaldstæði hja Trésmiðafélagi Reykjavíkur þar höfum  við líka oft verið og þar er gott að vera, fórum svo í sund að Árnesi áður enn brunað var í bæinn á  sunnudaginn.Niðurstaðan  er að vegskálarnir  á suðurlandinu eru ekki hætishót betri enn á norðurleiðinni dýrir enn kannski ekki eins sóðalegir. 

Dýrir og sóðalegir vegskálar

Oft á hverju sumri leggjum við leið okkar  út á þjóðvegina, það gerðum  við líka  nú um  helgina. Oft hefur mér blöskrað hversu allt er dýrt og lélegt í vegskálunum við þjóðveginn  enn nú um  helgina  sló allt út í þeim  efnum.Við byrjuðu  á að stoppa í Hyrnunni í Borgarnesi  þar fengum við rétt dagsins sem var virkilega góður og vel úti látinn kostaði  reyndar alltof mikið miðað við rétt dagsins.Síðan  stoppuðum  við í Staðaskála ætlum  að fá okkur kaffi  enn hættum  við sökum fátæklegs útlits í meðlætinu og mikillar örtraðar fórum á  salernin sem voru vægast sagt í slæmu ástandi engin  sápa og engar þurkur.Óku þess í stað á Blönduós  fengum okkur kaffi sem var hræðilega vonnt og dýrt  fór á salernið og þar var heldur engin  sápa og engar þurkur  Næst stoppuðum  við í Varmahlíð í Skagafirði  þar fengum  við ömurlega vont kaffi loksins þegar hægt var að afgreiða okkur sem virkilega  gekk illa  héllt  á tímabili að ég  væri ósýnilegur  svo marga afgreiddi  stúlkan á undan  sem voru í raun á eftir mér, við ætluðum  að fá okkur eitthvað með kaffinu  enn borðið var gjörsamlega tómt að undanskilinni   franskri vöflu sem  við keyptum  en var svo ekki einu sinni góð, þetta óæti kostaði um það bil helmingi meira enn hérna út í  bakaríiskaffihúsinu þar sem ég bý.Við gistum  á Sigló  og þar borguðum  við kr 1000  fyrir tjaldstæðið  og allt innifalið nema rafmagn virkilega  góð aðstaða.Héldum við svo að morgni af stað til Akureyrar ákváðu að taka olíu á bílinn á Ketilási í Fljótum, þar vorum við  að morgni eins og áður sagði  enn þar er ekki opnað fyrr en kl 13 á laugardögum og ekki  sjálfsali eða neitt svoleiðis, ég er svo hissa á  að svona staður sé ekki opnaður fyrr um helgar.Enn við náðum á  Ólafsfjörð og fengum olíu á bílinn sem kostaði 4 kr pr líter meira enn í Reykjavík þar var reyndar mikil örtröð sökum  mikils mannfjölda  sem var á fótbolltamóti  fyrir yngri flokkana.Á Akureyri fengum við ágætan  enn dýrann mat á Bautanum og svo fengum  við okkur kakó og köku  á Kaffitorg á Glerártorgi það var alveg prýðis kakó og sömuleiðis kakan og ekkert miklu dýrari enn í Reykjavík.Síðan lá leiðin í Varmahlíð í Skagafirði, þar fengum við okkur kaffi og ég held það hafi verið verra enn í fyrra skiptið en sama lélega afgreiðslan og sama okrið.Næsta áning var í Brú í Hrútafirði þar fengu  við okkur kjúkling  og fisk, fiskurinn var  þokkalegur en kjúllinn ömurlegur enn verðið var um 30 % dýrara en í Reykjavík.Niðurstaðan er að Vegskálarnir  eru langt í frá að standa sig hvorki í verði eða gæðum það er enginn metnaður í gangi þar, Skálarnir eru að auki fremur sóðalegir með nokkrum undantekningum

Góður drengur fallinn frá

 

 

Eftir hörmulegt slys á fjöllum norður í landi liggur í valnum drengur góður Flosi Ólafsson múrarameistari, látinn langt um aldur fram. Flosa kynntist ég ungur að aldri sem besta vin bróður míns.

Um leið og ég minnist þessa góða drengs vil ég vekja athygli á hættum sem fylgja opnum eldstæðum í loftlitlu rými. Allur opinn eldur þar með talið kertaljós þarf súrefni til að geta logað. Allur bruni gengur á súrefnismagn sem til staðar er í hverju rými, ef engin loftun er getur súrefnið klárast og rýmið orðið dauðagildra.

Ég þekki nokkur dæmi þar sem fólk hefur verið komið í hættuástand vegna þessa en sem betur fer áttað sig á því í tæka tíð. Það fólk hafði fyrir tilviljun orðið áskynja af ástandinu í öllum  tilvikum.

Ég Þakka Flosa  samfylgdina, góðu  ráðin hans og hjálpsemina sem hann var óspar á. Ég votta eiginkonu hans  strákunum og öðrum ástvinum samúð mína

 


Vindskýli við þjóðveg 1

Ég  hef  verið  að velta  fyrir mér öllum  þeim  óhöppum  sem  orðið hafa  á  þjóðvegi  1  undir  Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flest  þessara óhappa  eru  sökum  hvassviðris sem  er  með ólíkindum  á þessum  stöðum og  virðist offtar enn ekki koma  fólki  í opna skjöldu  sem  er að sumu leiti  eðlilegt  vegna þess að þarna  getur verið þvílíkt  hvassviðri  þó  logn    til  að mynda  í Reykjavík.

Ég  hef  verið  að skoða  hvort  ekki væri  upplagt að gera  einhverskonar  vindskýli  á þessum  slóðum. Hægt  væri að hugsa  svo sem  100 til 200 metra  langa rennu  sem  samanstæði  af  tveim  veggjum  og  jafnvel þak yfir  þar sem  bílstjórar gætu  keyrt  með sín  hjólhýsi  inn og  beðið af  sér  veður  nokkuð  öruggir  með að fjúka  ekki  á  haf út.  Svona  skýli ætti    varla  að þurfa  að kosta  mikið  miðað við  allann þann kosnað  sem  orðið  hefur  og  verður  á  bílum og  tengivögnum  ár  hvert 

Ég  við  skora á  Vegagerðina  að skoða  einhverja  slíka  lausn .


Kominn aftur

Jæja    er ég  kominn aftur  eftir  dálítið  hlé. Á þessu  hléi  er  skýring  og  hún  er sú  að við  höfum  staðið í  húsbyggingu  og  kappi  við að komast inn sem  nú er að baki,  vonandi  verð ég  duglegri  að  blogga    þegar ég  er kominn í  gang aftur


Sömu Ríkisstjórn áfram

Nú þegar  stjórnmálaflokkarnir  hafa  fengið  sinn dóm  okkar  kjósenda  er  niðurstaðan  afar  spennandi. Ótvíræður  sigurvegari  þessara kosninga  er  Sjálfstæðisflokkurinn og þar á eftir  Ríkisstjórnin  síðan  VG. Samfylkingin tapaði og menn skyldu  ekki vanmeta það tap.  Flokkur  í  stjórnarandstöðu  með  pálmann í  höndunbum  hefði  átt að bæta  verulega  við sig. Þess í  stað  töpuðu  þeir  verulega og  fengu  skýr  skilaboð frá þjóðinni,  skilaboð  sem  aðeins  er hægt að  skilja á einn veg.  “ verið  áfram í  stjórnarandstöðu “        Framsóknarflokkurinn tapaði  verulega  illa og  það er  áhyggjuefni  fyrir  hann. Enn  eftir stendur  kaldur  veruleikinn. Þjóðin  kaus  sömu  stjórn og  hefur  stjórnað hér í þrjú  kjörtímabil til að  stjórna  þessu landi  áfram með öðrum  orðum  Ríkisstjórnin  héllt  velli. Framsóknarflokkurinn sem  tapaði svo  miklu  fylgi  á   halda  áfram  í  stjórn   eins og  þjóðin  kaus þessa flokka til að gera, ef  hann hrökklaðist frá  væri  hann að  bregðast  því  trausti sem  þjóðin  sýndi honum.  Eins og  oft áður   þá  er Framsókn  löskuð  enn heldur  samt  reisn og  sannar enn og aftur  að þeir  eru  kjölfesta  í  stjórn  þessa  lands.

  þurfa  þessir  flokkar að  bretta upp ermarnar og  stokka upp svo að í  vikulokin  verði komin stjórn  sem samanstendur  af  hæfu og glæsilegu  fólki.

Sömu  stjórn  áfram  ekki spurning


Berum virðingu fyrir verðandi Landsfeðrum

Nú þegar styttist í að landsmenn gangi til kosninga og kjósi sér landsfeður til næstu fjögra ára, gerast ótrúlegustu menn og konur mjög pólitísk. Jafnvel rólegasta fólkið sem maður umgengst dag frá degi situr nú rauðþrútið í framan af æsingi við að tjá ágæti síns stjórnmála afls. Allt þetta er nú bara gaman og eðlilegt og það sem er best af öllu gefur lífinu smá lit, brýtur upp hversdagsleikann og dagarnir verða fyrir vikið skemmtilegri.

Stjórnmálamennirnir okkar sem keppa um að ná hylli fólksins í landinu eru líka margir skemmtilegir og flestir málefnalegir líka í sínum framkomum.

Allt það er líka gaman.

Enn það eru þeir ekki sem standa sig að því að beyta óheiðarleika og ósannindum í sinni baráttu. Það hefur nefninlega margur maðurinn reynnt og ekki haft erindi sem erfiði. Gamall maður sagði eitt sinn við okkur unglingana sem við vorum þá " að engin lygi er betri enn sannleikurinn sama hversu góð lygin er... sanneikurinn er alltaf betri"

Enn svo verðum við líka að bera virðingu fyrir þessum mönnum og konum sem eru að bjóðast til að verða lndsfeður okkar. Við megum ekki bera á þessar persónur dyglur eða ósannindi heldur láta þau njóta sannmælis því allir sem bjóða sig fram hafa eitthvað til síns máls. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því sem þeir hafa fram að færa. Svo tjáum við skoðanir okkar af heillindum og heiðarleika

Kjósum hæft fólk til að stjórna þessu landi 12 mai


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband