Er Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í þagnarbyndindi

  er að  verða  liðinn mánuður  frá  kosningunni í  Hafnarfirði  varðandi  Álverið í Straumsvík.  Ekkert  hefur  heyrst frá  Bæjarstjórn  Hafnarfjarðar  um  framhaldið  svo ég  viti. Hvað ætla þeir að  gera  í  framhaldinu? Þetta  verður að koma  fram ........... dugir  ekki að  þegja  þunnu  hljóði, bæjarbúar  hafa  margir  hverjir  hagsmuna  að gæta í  þessu efni, nægjanlegt er að nefna  línurnar til  Álversins   hvenær  ætla þeir    setja þær í  jörð ........ nú  eða  fjarlægja þær ef  álverið lokar. Bara þetta er brýnt að að  komi fram  því Bæjaryfirvöld  eru búnir  að úthluta lóðum að þessum  línum  og næstum  undir þær.

Getur  verið að Bæjarstjórnin  ætli að þegja  fram yfir kosningar vegna þessa endemis klúðurs  sem  öll þessi kosning  var nú  Þessi þögn  boðar ekki gott


Er ekki að koma sumar

Ein  vorvísa af því   að  vorið  er  nú loksins  komið 

 

Þú hlustar á fallegan fuglanna söng

og fram eftir öllu nú síðkvöldin löng

þenja þrestirnir raddböndin blítt.

Á óbyggðu svæðunum lætur svo ljúft

lóan sem ennþá finnst landið svo hrjúft

til að flétta sér hreiðrið sitt hlýtt.

Gylfi Björgvinsson


Eldriborgarar borgi enga skatta

  eru  flokkarnir  í  óða önn að  lofa  og  lofa  hvað  gera  skuli  á  næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn  er  einn flokka  búinn að  lofa  skattalækkun haldi þeir  völdum,  gott hjá þeim.

Eldriborgarar  hafa barist  árum  saman  fyrir  sínum  skattamálum og  lítið  orðið  ágengt,  enn er  einhverskonar  tvísköttun í  gangi á  eftirlaunum  þeirra.

Ég vil  sjá  þennan  hóp  fólks  borga enga  skatta.  Eru þeir  ekki búnir  að borga  nægjanlega  mikið í  skatt?    Ég  er  næstum  viss um  að svo er,    ég  er líka  viss um að þeim  veitir ekkert af  þeim  eftirlaunum  sem  þeir  eru  að fá.

Það er ekki   spurning  hvort  heldur  hvenær  fólk á að vera  skattfrítt,   ég  legg til    65 ára  aldur sé  gott viðmið  til að byrja með  enn færist svo  niður í  60 ára í  áföngum.

Hvernig  væri    flokkarnir  skoði  þetta mál í  alvöru.  Er ekki kominn tími  til    gera  eitthvað  í  málum  eldri borgara?

 

Er Hafnarfjarðarhöfn að verða ruslakista

Hafnarfjarðarhöfn  er  ein fallegasta höfn  landsins, hefur  einstaklega  fallega  legu og  ásýnd nokkurnvegin  frá  náttúrunnar hendi.

Nú  bregður  svo  við að  verið  er að fylla  þessa fallegu  höfn af gömlum ljótum  skipum og  skipalyftum. Á  sama tíma er verið  að byggja   einhverskonar  bryggjuhverfi á  gömlu  BÚH lóðinni sem  enganvegin  nýtur  sín með  gömlu  riðkljáfana bundna  við  viðlegukanntinn.

Mikið voðalega er þetta  ljótt að  sjá,  er ekki hægt  að  geyma  þessi  skip annarstaðar? Ég  vil  sjá þarna  fallega  höfn með  smábátum, snekkjum og  skútum við  flotbryggjur. Ég  skora  á  bæjaryfirvöld í  Firðinum að  ráða bót á  þessu því  þetta er hörmungarsjón  og minnir  meira á  rúsneska  hafnarborg  heldur  enn  Hafnarfjörð


Kosningin í Hafnarfirði er ekki pólitísk

 

Voða finnst mér dapurt að sjá og heyra speki um að kosningin í Hafnarfirði sé eitthvert verk stjórnvalda. Ég held að þessi kosning hafi nákvæmlega ekkert að gera með pólitík hún er hreinnt og klárt umhverfismál og það sem meira er að hún er alfarið framkvæmd Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Alcan Margir vilja tengja hana einhverri stóriðjustefnu stjórnvalda sem er ekki til, þvílíkur misskilningur segi ég nú bara


Sömu Ríkisstjórn áfram takk fyrir

Eftir  því  sem  nær dregur kosningum  og  yfirlýsingar frambjóðandanna  koma  fram,  verð  ég  alltaf  sáttari og sannfærðari  um    ég  vil     loknum  kosningum  verði  mynduð  stjórn  sömu  flokka  og  eru    við  völd. Ég  get ekki hugsað þá  hugsun  til  enda    eigi að  stöðva  allar framkvæmdir  í  öllu  mögulegu  eins  og til dæmis  VG  boða   Samfylkingin  vill  bara stöðva  fram yfir  kosningar  og  semja  svo  um  framhaldið samanber  yfirlýsingar  ISG  er hægt að vera  tvöfaldari í  roðinu?

SÖMU  RÍKISSTJÓRN  ÁFARM  TAKK FYRIR


Fagfólk og Fíknin

Mikið óskaplega er leiðinlegt að heyra og lesa um forsvarsmenn heimila sem telja sig vera að hjálpa fólki úr klóm fíknar af ýmsu tagi.

Bæði Samhjálp og Götusmiðjan eru sífellt að ætlast til að þeim sé skaffað þetta og skaffað hitt af ríkinu.

Eru þessir menn ekki að reka fyrirtæki?

Engum dettur í hug eftir að flett var ofan af Byrgiinu og því fjármálasukki sem virðist hafa viðgengist þar að þetta sé einhver góðmennska, að halda slíku fram er hreinn brandari.

Ef einhver Jón út í bæ ætlar að stofna fyrirtæki þá gerir hann áætlanir um sinn rekstur og byggir sín umsvif á þeim áætlunum, hann rausar ekki í fjölmiðlunum um að Ríkið verði að skaffa sér húsnæði helst eendurgjaldslaust og með rekstrarfé að auki.

Af hverju í ósköpunum ættu þessir menn að vera að vasast í þessum geira yfir höfuð þegar ljóst er að þeim er ekki treystandi fyrir veiku fólki .

Það eru til stofnanir sem sérhæfa sig í meðferð þessa fólks sem er gott. og nauðsynlegt. þar er líka fagfólk sem sinnir þessum sjúklingum sem hlýtur að vera nauðsynlegt til að árangur náist.

Sjálfsagt er að styrkja meðferð þessa ógæfufólks, enn það verður þá að gera það á faglegum grunni með reisn og ráðum.

Við almennir borgarar gerum kröfu um að peningunum okkar sé varið skynsamlega.


Bullið í honum Ómari

Mikið óskaplega hafði hann Ómar lítið að segja í Kastljósinu hann bullaði bara. Held að kjósi fáir þetta framboð út á það sem komið hefur frá þeim.


Framsókn grænasti flokkurinn

  þegar  eldhúsdagsumræður í  þinginu  eru afstaðnar  er  gaman að  skoða  hvað  þeir  höfðu  til málanna að leggja  í  komandi kosningum. Það má  með  nokkrum sanni  segja  að það voru  umhverfisverndarmál   sem var rauður  þráður í  umræðunni  hjá  öllum  flokkunum  nema  Samfylkingunni sá  flokkur fannst mér  voða  lítið  hafa að  segja  sem ekki hafði  verið  sagt áður,  fannst sem þeirra fólk  baðaði sig í því sem  miður  hefur  kannski farið á  liðnum  tímum  enn höfðu svo minna að segja um  hvað þeir  vildu  gera  landi og þjóð  til  hagsbóta.

Enn hvaða flokkur  er svo virkastur á sviði  umhverfisverndar. Eru það VG sem fara af  stað þegar virkjanir  eru á lokastigi og eru verktökum  til  vandræða, verktökum  sem  engan þátt eiga í þeirri framkvæmd  sem  þeir  eru að framkvæma. Við  getum  líka  skoðað  hvernig  VG  er að fara með  Álafosskvosina í Mosfellsbæ, Hellisheiðina og fl.

Þegar við  skoðum þetta þá  sér  hver maður að VG eru ekki  umhverfisverndarsinnar, um það þarf  ekki að deila .

Frjálslindir og Sjálfstæðisflokkurinn eru  sjálfum  sér  samkvæmir  í  þessum  málum og með fæturnar á jörðinni  og það er vel

Framsókn er  eini  flokkurinn sem  getur  státað af  umhverfisvernd í  raun og  verki. Þeir  eru að  stofna  stæsta  þjóðgarð  í allri  álfunni og enginn stjórnmálaflokkur  hefur verndað  eins stóran  hluta af landinu  og  Framsókn hvorki fyrr né  nú.

Hver er svo sá flokkur  sem er grænastur  á sviði  umhverfisverndar í  raun  og  sanni 

Að sjálfsögðu  er það Framsóknarflokkurinn


Fullur flutningabílstjóri

 

 

 Í gær mátti lesa um það á visir.is að flutningabílstjóri á bíl með tengivagn og 40 feta gám hafi verið tekin undir áhrifum áfengis í Mosfellsbæ. Hræðileg lesning það.

Mér finnst að Lögreglan verði að taka hart á svona brotum. Á degi hverjum horfir maður uppá hvern atvinnubílstjórann á fætir öðrum aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Bílstjórar sem aka stæstu flutningabílum sem strætó fullum af farþegum hika ekki við að aka gegn rauðu ljósi. Allt þetta er glæpur eða glæpsamlegt athæfi sem er ekkert einkamál þessara manna þetta kemur ekki síður okkur hinum við. Við höfum líka séð ljót slys þar sem stórir bílar hafa valdið með slíku gáleysi.

Er ekki kominn tími til að taka á þessum málum, eigum við hin ekki kröfu á Lögregluna um að þeir haldi þessum málum í lagi. Ekki viljum við mæta þessum trukkum út á þjóðvegum landsins með ölvaðann mann undir stýri.

Um refsingu þessa manns sem tekinn var ölvaður undir stýri þessa stóra flutningabíls í Mosfellsbæ, þá vona ég að hún verði öðrum víti til varnaðar.

Frá mínum bæjardyrum séð þá framdi hann glæp og það mikinn glæp


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband